fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Sigmundur og Inga

Egill Helgason
Mánudaginn 30. október 2017 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samanlagt hafa Miðflokkurinn og Flokkur fólksins 11 þingmenn – eða  jafnmarga og Vinstri græn. Þar af eru reyndar bara tvær konur – Ingu Sæland virðist líða býsna vel í félagsskap karla.

Sigmundur Davíð talar um bandalag eða samstarf milli flokkanna, Inga dregur aðeins í land með það, en það er ljóst að þau eru pólitískt skotin hvort í öðru. Þau koma akandi saman á Bessastaði.

Svo er spurning hvort þetta styrkir þau eða veikir gagnvart möguleikanum að komast í ríkisstjórn. Eins og áður segir er þingstyrkur þeirra samanlagt nokkuð mikill, en það gæti hins vegar vakið upp misjafnar kenndir hjá samstarfsflokkum ef þau verða of náin. Fyrir Sigmund kann að vera klókt að reyna að hertaka Ingu, en það getur valdið tortryggni í öðrum herbúðum.

Það er líka greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn vill miklu frekar fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum og rær að því öllum árum. En Katrín Jakobsdóttir gæti aldrei farið þá leið nema að athuga vel og rækilega hvort hún nái að mynda ríkisstjórn til vinstri.

Þar gæti Sjálfstæðisflokkurinn misst af vagninum og staðið uppi utan stjórnar. Stjórnarmyndun í svona flókinni stöðu er snúið tafl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris