fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Katalónía lýsir yfir sjálfstæði: Yfirvöld í Madrid ætla að svipta heimastjórnina völdum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2017 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Katalónska þingið samþykkti nú eftir hádegi sjálfstæðisyfirlýsingu frá Spáni. Yfirlýsingin gerir ráð fyrir stofnun katalónska lýðveldisins sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis.

Yfirvöld í Madrid brugðust strax við sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníumanna og lagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, fram þá tillögu að heimastjórn Katalóníu verði svipt völdum og að Katalóníuhérað lúti allri stjórn Spánar. Sú tillaga verður lögð fyrir efri deild spænska þingsins og er ekki búist við öðru en að hún verði samþykkt.

Rajoy hefur verið mjög harður í þeirri afstöðu sinni að Katalónía fái ekki sjálfstæði frá Spáni. Búist er við því að hann og aðrir ráðamenn hefji nú vinnu við að svipta heimastjórn Katalóníu völdum. Gera má ráð fyrir því að Carles Puigdemont, forseta heimastjórnar Katalóníu, verði vikið frá völdum þegar í stað.

Katalónska þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsinguna með 70 atkvæðum gegn 10 í dag. Mikill fögnuður braust út meðal þeirra þingmanna sem barist hafa fyrir sjálfstæði. Þá söfnuðust þúsundir saman fyrir utan katalónska þingið þar sem ákvörðuninni var fagnað.

Ekki voru þó allir þingmenn Katalóníu fylgjandi þessari ákvörðun þingsins. Nokkrir þingmenn PSC, katalónska sósíalistaflokksins, gengu út áður en gengið var til atkvæðagreiðslu og sögðu þeir að atkvæðagreiðslan væri ólögleg.

Rajoy kallaði eftir því á Twitter að spænskur almenningur héldi ró sinni vegna málsins. Á endanum myndu lög og regla gera það að verkum að friður kæmist á í Katalóníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum