fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Innviðir skapa tækifæri í landsbyggðum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur greinar er Edward H. Huijben, varaformaður Vinstri grænna og skipar fjórða sæti á lista VG í NA-kjördæmi.

Íbúum fækkar og sérstaklega ungu fólki. Það er sá raunveruleiki sem blasir við mörgum svæðum í landsbyggðum Íslands. Löngum þótti móðins að leysa það með virkjun og verksmiðju. Góð blanda af þessu tvennu, því stærri því betri, átti allan vanda að leysa. Sem betur fer virðist fólk almennt horfið frá þeirri stefnu, enda skapar hún helst tímabundin störf við uppbyggingu og svo störf við verksmiðjuna sjálfa og fá önnur nema helst tengd viðhaldi framleiðslunnar.

Forsendur byggðafestu

Til að skapa tækifæri og byggðafestu á landsbyggðum er öflugasta lausnin að treysta fólki sjálfu til að skapa sér tækifæri í hnattvæddum heimi örra breytinga. Til að þessi tækifæri geti raungerst þarf trausta og góða innviði. Fjarskipti, vegi, flug og rafmagn leika þar lykilhlutverk. Trausta byggðalínu rafmagns þarf allan hringinn, sem býður tækifæri á þriggja fasa rafmagni hvort sem það er fyrir frumkvöðla í Berufirði eða hleðslustöðvar rafbíla. Ljósleiðari þarf að fylgja þeim byggðarhring, svo allir komist í gott og áreiðanlegt net. Vegir þurfa að vera góðir, malbikaðir og þeim vel við haldið og samgöngur á landi tengdar öðrum samgöngumátum s.s. flugi sem er reglubundið og vel tengt við t.d. millilandaflug. Flugið geta þá t.d. ferðamenn borið uppi fyrir okkur, líkt og þeir gera nú þegar til dæmis er kemur að gríðarmiklu úrvali millilandaflugs sem við Íslendingar getum valið úr frá Keflavík.

Nauðsynlegt að fjármagna uppbyggingu

Vissulega kostar þetta sitt. Þegar landið nútímavæddist á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar var ráðist í stórvirki engu minni en þessi. Við lukum hringveginum þegar aðeins rúmlega 210.000 manns byggðu landið. Það eru til peningar í þetta, en þá þarf að sækja. Við í VG höfum talað fyrir því að leggja á auðlindaskatt í takt við afkomu fyrirtækja. Við höfum líka talað fyrir því að það sé ekki nema sanngjarnt að þær 20.000 fjölskyldur sem eiga 62% af auði landsmanna borgi meira til samfélagsins. Þá viljum við jafnframt sækja þetta fé til Panama og skyldra staða. Það fé fer í innviði sem skapa öllum landsmönnum frelsi til athafna og tækifæri til að blómstra þar sem þeir kjósa að búa.

Höfundur er Edward H. Huijben, varaformaður Vinstri grænna og skipar fjórða sæti á lista VG í NA-kjördæmi.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi