Þessa skemmtilegu fyrirsögn er að finna á á vefnum Nútímanum. „Trylltir í athugasemdum“ – það er vissulega gott.
Gæludýr á veitingahúsum, það er mál sem hægt er að þræta um fram og til baka. Jafnvel auðveldara að hafa sterkar skoðanir á því en stóru línunum í ríkisfjármálum.
Kjarni málsins er samt sá að ráðherra í starfsstjórn tekur ekki ákvörðun um mál af þessu tagi þegar tveir dagar eru til kosninga. Það eru ekki boðleg vinnubrögð, alveg burtséð frá því hvað manni finnst um hunda, ketti eða páfagauka á veitingahúsum.