fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Stjórnarkreppa, veik ríkisstjórn, aðrar kosningar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. október 2017 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið gerir könnun með tvöföldu úrtaki. Það eru tveir sólarhringar þar til kjörstaðir opna. Maður hallast að því að þarna sé farið nálægt úrslitum kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, en missir samt fimm prósentustig og fjóra þingmenn. Vinstri græn bæta við sig en stóri kosningasigurinn sem var í spilunum er að ganga þeim úr greipum. Framsókn bíður afhroð. Miðflokkurinn og Sigmundur vinna sigur. Það gerir Samfylkingin líka. Viðreisn minnkar en kannski má segja að flokkurinn vinni varnarsigur eftir erfiða stöðu í byrjun kosningabaráttunnar. Flokkur fólksins er á mörkunum að ná inn. BF þurrkast út.

Það eru engir augljósir ríkisstjórnarkostir í stöðunni, þeir eru allir veikir, hvort sem litið er til hægri eða vinstri. Ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkur og VG geta myndað tveggja flokka stjórn, þeir yrðu að fá þriðja flokk með sér.

Líklegasta niðurstaða kosninganna er semsagt veik ríkisstjórn sem verður klastrað saman eftir langt þref. Minnihlutastjórn gæti það orðið – en hún yrði ekki sterkari. Svo fengjum við aðrar kosningar fljótt – kannski bara á næsta ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur