fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur dembir sér í útlendingamálin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. október 2017 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kann öðrum betur listina að láta umræðuna snúast um sig. Það er líka eins og fólk geti ekki fengið nóg af því að fylgjast með honum – líka þeir sem ekki þola hann.

Á síðustu viku kosninganna er Sigmundur að taka yfir stóran hluta af sviðinu. Umræðan er farin að snúast um hugmyndir hans um banka – já, meðal annars það að gefa almenningi hlutabréf í bönkum. Þetta minnir auðvitað á leiðréttinguna og þaðan er ekki langt yfir í Icesave. Þar vill Sigmundur vera.

Og nú á þremur dögum fyrir kosningar dembir hann sér hins vegar í útlendingamálin sem hingað til hafa legið í þagnargildi í kosningabarátttunni – fyrir utan eina grein eftir Ásmund Friðriksson. Meira að segja Flokkur fólksins ákvað að fara ekki út á þá slóð.

Fyrir Sigmund er enn nóg af atkvæðum sem hægt er að fiska – og það þarf líka að þétta hringinn í kringum fylgið sem hefur leitað til hans. Það eru tveir dagar eftir þangað til kjörstaðir opna. Hann er þegar búinn að ræna Fólk flokksins kosningasigrinum, taka helminginn af Framsóknarfylginu og hann heggur líka inn í raðir Sjálfstæðismanna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“