fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Áhugaverður sósíalismi – eða hvað?

Egill Helgason
Mánudaginn 23. október 2017 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið dálítið sérstakt að horfa upp á nokkuð eindreginn stuðning vinstri manna á Íslandi við sjálfstæði Katalóníu. Kannski stafar eitthvað af því af vanþekkingu, en þess má geta að Birgitta Jónsdóttir fór til Barcelona í kosningaeftirlit en endaði nánast uppi á götuvígjunum.

Maður getur spurt hverju sætir. Ein tilgáta sem mætti setja fram er að íslenska vinstrið var alltaf fram úr hófi þjóðernissinnað, einkum vegna herstöðvabaráttunnar. Það var löngum með þjóðernisáherslur á oddinum, í raun frekar en stéttaáherslur. Getur verið að eimi enn eftir af þessu?

Óttar Norðfjörð rithöfundur, sem er búsettur í Katalóníu, veltir þessu fyrir sér í grein sem hann setti á Facebook í dag. Þar útskýrir hann að sjálfstæðismálin í héraðinu eru miklu flóknari en kann að virðast í íslensku fjölmiðla- og stjórnmálaumhverfi. Óttar nefnir til dæmis nýlega skoðanakönnun sem sýnir að sjálfstæðissinnar eru enn í minnihluta í Katalóníu.

Meira um Katalóníu. Viðbrögð íslensks listafólks, vinstrafólks og menningarforkólfa hafa verið eitt það áhugaverðasta í öllu þessu máli að mínu mati, ótrúlegt en satt. Skilyrðislaus stuðningur þess við sjálfstæði Katalóníu hefur verið á pari við allra hörðustu sjálfstæðissinna hérna í Katalóníu. Enginn efi, alveg 100% í sannfæringu sinni. Það hefur mér þótt merkilegt. Og líka að þessi hópur, á eyju lengst uppi í Atlantshafi, virðist þekkja sögu Spánar betur en flestir hér og geta sett sig fullkomlega í aðstæðurnar hérna, í sumum tilvikum betur en lókal fólk.

Því þetta er það sem hefur heyrst frá lókal fólki. Svo gott sem ALLAR kannanir hafa sýnt yfirgnæfandi andstöðu við sjálfstæði, þótt það virðist etv. ekki svo skv. fréttamiðlum sem eru áhugasamari um að birta æsimyndir af átökum og mótmælum minnihluta. Könnun sem var gerð fyrir helgi sýndi að 55% Katalóna vill EKKI sjálfstæði byggt á kosningunni 1. október, þrátt fyrir hin hörðu og hrikalega slæmu viðbrögð Spánarstjórnar við öllu þessu sorglega máli.

Og svo má kannski bæta við, þótt það varði reyndar meira efnahagslegt líf fólks hérna og veldur mörgum miklum áhyggjum, að ýmislegt sem leiðendur sjálfstæðishreyfingarinnar höfðu sagt vikurnar fyrir kosninguna hefur reynst tóm vitleysa – fyrirtæki hafa ekki „slegist um að vera áfram í Katalóníu“, eins og einn orðaði það, heldur hafa 1200 fært lagalegar höfuðstöðvar sínar til Spánar. Alþjóðasamfélagið og ESB hafa ekki stutt sjálfstæðistilburðina, heldur þvert á móti gaf ESB út að þau styddu Spán í þessu mál. Velta í Katalóníu frá 1. október dróst saman um 20%, færri ferðamenn komu til Barselóna, íbúar eyddu minna, það er talað um billjón evru tap út árið (sem mun auðvitað bara halda áfram á meðan þetta ástand varir). Það er Brexit-lykt af þessu (og kannski kemur ekki á óvart að helsti stuðningsmaður Katalóna á Evrópuþinginu hefur einmitt verið Nigel Farage!).

En nei, samt hafa þessir Íslendingar, margir hverjir þekktir í samfélaginu, m.a. viljað að ríkisstjórn Íslands styðji sjálfstæði Katalóníu – og þá í raun að meirihluti Katalóna sé neyddur undir sjálfstæði sem þeir vilja ekki (ástæðan fyrir því að 90% kaus með sjálfstæði 1. október, þar sem kosningaþátttakan var einungis 43% nota bene, var sú að andstæðingar mótmæltu kosningunni með því að mæta ekki á kjörstað, enda sögðu þeir hana ólöglega þar sem henni var þröngvað í gegnum katalónska þingið án 2/3 stuðnings þingmanna eins og þarf með slík stór mál).

Óttar nefnir í lok greinarinnar kosningu á Norður-Ítalíu þar sem ríkustu héruð landsins eru óviljug að borga fyrir hin fátækari. Á Ítalíu hefur lengi verið dregin lína milli norðurs og suðurs og hið hálf-fasíska Norðurbandalag hefur gert út á þessi skilþ

 Í gær kusu Norður-Ítalir með aukinni sjálfstjórn í Langbarðalandi og Feneyjarhéraði. Þetta ríka svæði sér um 1/3 þjóðarframleiðslu Ítalíu og vill borga miklu minni skatt til fátækari héraða Ítalíu. Hægri flokkurinn Lega Nord fer með völdin í þessum tveimur héruðum og mun nú notfæra sér kosninguna til að „semja um aukið sjálfstæði gagnvart landstjórninni í Róm“ eins og RÚV orðar þar. Ég geri ráð fyrir að íslenska vinstrið og fleira menningarfólk lýsi yfir stuðningi sínum með þetta. Áhugaverður sósíalismi þar á ferð, að styðja það að ríkustu héruð Evrópu fái meira sjálfstæði og hætti að þurfa að borga til fátækari landssvæða. Kannski ætti þessi sami hópur að stofna sjálfstæðishreyfingu fyrir Reykjavík, svo við getum líka losað okkur frá Íslandi og hætt að halda landsbyggðinni uppi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur