fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn eða Viðreisn í oddaaðstöðu?

Egill Helgason
Laugardaginn 21. október 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir til þess að mjög erfitt verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar. Menn gefa sér að Vinstri græn, Samfylking og Píratar muni vinna saman ef flokkarnir fá meirihluta á þingi. En í raun er ólíklegt að svo verði, meirihlutinn yrði þá í mesta lagi einn þingmaður.

Á hægri vængnum er þetta enn flóknara. Þar er í raun ekki hægt að sjá neina ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn getur tæplega unnið með Miðflokknum og Viðreisn myndi vera mjög hikandi að setjast í ríkisstjórn með honum.

Eina von Sjálfstæðisflokksins um að komast í ríkisstjórn er að Vinstri græn fari með honum. Það er fjarlægur draumur – og enn fjarlægari eftir lögbannið sem sett var á Stundina og fréttaflutninginn af Bjarna Benediktssyni í blaðinu. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru í ágætu sambandi en hún getur varla tekið þá áhættu að stuttu eftir að hún myndar ríkisstjórn með honum fari að birtast fleiri fréttir af fjármálavafstri hans.

Í baklandi VG í Reykjavík er fullkomin andstaða gegn því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki, þótt önnur viðhorf kunni að vera uppi úti á landi.

Þetta veldur því að tveir litlir flokkar verða máski í oddastöðu eftir kosningarnar. Bæði Framsóknarflokkur og Viðreisn eiga eftir að tapa illa og ná kannski ekki nema fáum mönnum inn á þing.  En tilurð ríkisstjórnar gæti oltið á öðrum hvorum flokknum.

Hvor þeirra er tilbúinn að fara í ríkisstjórn undir forsæti Kötu Jak?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump