Það ber vott um sjúkleika í samfélagi þegar einstaklingur getur safnað saman miklu magni af stórvirkum drápstólum. Hann getur notað þau án eftirlits og eins og honum sýnist. Eitt dæmi um mögulega notkun er að leigja herbergi á stóru hóteli, drösla vopnunum, a.m.k. hluta þeirra þangað inn, og skjóta síðan án afláts í stóran hóp af friðsömu fólki sem er samankominn á tónleikum.
Þetta er það sem gerðist í Las Vegas.
Og viðbrögðin? Við sjáum þau hér í línuritum um gengi byssuframleiðenda í Bandaríkjunum. Hlutabréfin hækkuðu í dag, tóku stóran kipp upp á við. Sturm Roger er stærsta byssufyrirtæki Bandaríkjanna, American Outdoor Brands hét áður Smith & Wesson.