fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Beðið eftir viðbrögðum Bjarna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. október 2017 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson er í vandræðum vegna lögbannsins á birtingu upplýsinga úr þrotabúi Glitnis sem fjallar um hann. En þetta virðist vera miklu stærri skjalabunki en það snúist bara um hann, og satt að segja er ekki sennilegt að Bjarni eða einhver sem er honum nátengdur hafi beitt sér fyrir lögbanninu.

En hvernig er lögbannið þá tilkomið, hverjir standa á bak við þennan gjörning? Það væri forvitnilegt að vita og hverju er verið að reyna að afstýra? Algengast er sem betur fer að aðferðir eins og þessar komi í kollinn á þeim sem beita þeim.

Það er beðið eftir því að Bjarni stígi fram og tjái sig. Hann mun væntanlega segja að lögbannið sé í óþökk sinni. En hans bíður líka að sannfæra kjósendur um að hann hafi ekkert að fela. Fyrir utan fyrstu fréttina sem birtist 9. október og fjallaði um sölu Bjarna á bréfum í Sjóði 9, höfðu hinar fréttirnar af Bjarna upp úr þessum skjölum ekki vakið sérstaka athygli. Þær fóru ekki á flug, en gera það nú.

Þarna er frétt sem birtist fyrir þremur dögum og segir frá 50 milljóna króna kúlulánaskuld og önnur frétt sem birtist í gær og fjallar um að faðir Bjarna hafi greitt upp skuldir fyrir hann.

Nú er farið að tengja þetta við leka sem var um fjármálaupplýsingar Hæstaréttardómara fyrr á þessu ári. Þar var líka um viðskipti í Glitni að ræða. Það mál mun enn vera í rannsókn hjá saksóknara eftir tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið mun væntanlega kæra þennan leka líka. En þá var ekki sett lögbann.

Eins og staðan er birtast varla fleiri fréttir úr þessum gögnum fyrir kosningar, að minnsta kosti ekki í Stundinni. Þrotabúið hefur viku til að rökstyðja lögbannið fyrir héraðsdómi, svo er hægt að vísa þeim úrskurði til Hæstaréttar.

En þetta er farið að setja verulegt strik í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksinns. Í staðinn fyrir að sækja fram og ná í fylgi á síðustu metrunum, eins og flokkurinn hefur oft gert, þá þarf formaður hans og eini óskoraði leiðtoginn að vera í sífelldri varnarbaráttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður