fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Múlbinding sem virkar öfugt og kemur sér tæplega vel fyrir Bjarna

Egill Helgason
Mánudaginn 16. október 2017 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögbann á fjölmiðil er aðgerð sem yfirleitt virkar öfugt. Eitt og sér gefur það til kynna að eitthvað búi á baki sem ástæða er til að fela. Og skilningur gagnvart banni á birtingu upplýsinga úr gömlu, föllnu og illa þokkuðu bönkunum er afar lítill. Þeir eru á svarta listanum hjá þjóðinni.

Reynslan sýnir líka að það þýðir lítið að vísa í bankaleynd þegar upplýsingarnar eru búnar að leka út.

Og það verður að segja að lögbannið gerir vart annað en að styrkja Stundina sem undanfarið hefur verið nokkuð ein á báti með birtingu frétta úr gamla Glitni – einkum upplýsinga sem tengjast Bjarna Benediktssyni. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki tekið upp nema hluta af þessum fréttum.

En nú er þetta á allra vitorði. Fréttir Stundarinnar fara eins og eldur í sinu um alnetið. Blaðið er í samstarfi við Guardian um birtingu þessa efnis, en lögbann hefur enn ekki verið sett á breska blaðið.

Það eru innan við tvær vikur til kosninga. Lögbannið mun örugglega ekki gera stöðu Bjarna Benediktssonar auðveldari. Það er langstærsta fréttin nú i aðdraganda kosninganna.

Ýmiss konar kvittur getur komist á kreik – eins og að einhvers staðar þarna sé að finna upplýsingar sem eru verri en múlbindingin. Sem þarf alls ekki að vera.

 

Mynd sem DV birti með frétt af lögbanninu á Stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“