fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Hvaða skoðanakönnunum getum við treyst þegar styttist til kosninga?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. október 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Agnarsson sendi mér þessa grein til birtingar. Sverrir er gjörkunnugur gerð skoðanakannana enda stjórnaði hann lengi framkvæmd þeirra á Fréttablaðinu og miðlum 365. Þetta er sérstaklega áleitið umhugsunarefni í kosningum sem stjórnast mikið af skoðanakönnunum og umræðum um þær. Það er ljóst að kannanir fyrir síðustu kosningar voru býsna misvísandi – og því rétt að slá varnagla fyrir kosningarnar núna. Um þetta fjallaði ég aðeins í grein fyrir stuttu síðan, hana má lesa hérna.

En hér fer á eftir grein Sverris Agnarssonar.

— — —-

Í umræðunni haustið 2016 voru kannanir 365  gagnrýndar harkalegast og jafnvel lagt til að þær yrðu bannaðar vegna ábyrgðaleysis og sumir töldu niðurstöðum þeirra meðvitað hagrætt einhverjum pólitískum öflum til framdráttar. Ástæða þessarar gagnrýni var að niðurstöður kannana 365 miðla voru á á skjön við aðra sem reglulega birta kannanir. Þessi gagnrýni er viðvarandi og birtist t.d í skrifum á Hringbraut.is og Herðubreið nú í lok sumars.

Kannanir Félagsvísindastofnunnar, Gallup og MMR sem allt tímabilið á milli kosninga eru gerðar í viðhorfshópum á sjö dögum með  tölvusamskiptum og niðurstöður birtar reglulega með tilheyrandi pælingum sérfróðra blaðamanna – eru einfaldlega ALDREI reyndar í kosningum  – því RÉTT fyrir kosningar BREYTA þessi könnunarfyritæki um aðferð.

Félagsvísindastofnun og Gallup skipta til hálfs yfir í CATI (computer assisted telphone interviwing) aðferðina og hringja út eins og 365 gerir alltaf. Samtímis er könnunartímabilið stytt í 2-3 daga og kosningaspárnar eru sem sagt byggðar á  breyttum aðferðum en þeim sem fyrirtækin nota að jafnaði.

MMR heldur sér við að netið eingöngu – en styttir könnunartímabilið eins og hinir en hættir um leið að gefa upp svarshlutfall sem auðvitað versnar þegar skilafrestur til svara styttist.

Kosningaspá.is sem reyndi í samvinnu við Kjarnann í aðdraganda kosninganna síðastliðið haust  – 2016 – að blanda saman könnunum frá  öllum könnunarfyritækjunum, og vigtuðu þær eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum, voru út á túni þegar meðalfrávik flokkanna sem voru á mestri hreyfingu, Sjálfstæðisflokks og Píratar, er skoðað eða 4,5,  (sjá í meðfylgjandi töflu). En voru í fjórða sæti hvað varðar þá flokka sem komu manni á þing með 2 í meðafrávik.

Þar var 365 var næst úrslitum með 1,21 meðalfrávik, Gallup með 1,71, MMR með 1,81 og Félagsvísindastofum lengst frá 2,36.

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að símakannannir eins og 365 mæla dægursveiflur best og að sjálfsögðu eru þær á skjön við sjö daga meðaltalskannanir hinna fyrirtækjanna – sem auðvitað skila svipuðum niðurstöðum enda allar gerðar með sömu aðferð í netpanelum, sem valdir eru með sömu aðferðum og eins uppbyggðir og viðhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?