fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

„Eitthvað verk niðri við sjó“

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. október 2017 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáa íslenska listamenn hef ég dáð meira en Jón Gunnar Árnason. Við vorum samtíða á Mokka nokkuð lengi, Jón Gunnar var líklega mesti töffari sem ég hef séð á ævinni, hafði ótrúlega sterka og flotta nærveru. Og sem skúlptúristi var hann óviðjafnanlegur. Upphaflega var hann vélsmiður en söðlaði yfir og fór í myndlistina. Þess gætir í verkum hans.

Nú er deilt um notkun Flokks fólksins á þekktasta verki Jóns Gunnars, Sólfarinu. Flokkurinn notar flennimynd af því í pólitísku áróðursskyni. Allt virðist það vera vanhugsað, en dætrum Jóns Gunnars líkar þetta illa. Það hlýtur að vera þeirra að dæma um hvort slík notkun verksins sé eðlileg.

Viðbrögð Ingu Sæland, formanns flokksins eru hins vegar dálítið á skjön. Hún segir í viðtali við RÚV.

„Þetta er eitthvað verk sem er þarna niðri við sjó. Það stendur hvergi að það megi ekki taka myndir af verkinu. Þær systur ættu kannski bara að fara að setja upp skilti þar, svo að hinn almenni borgari viti að hann megi ekki taka mynd af því,“ segir Inga.

„Meginreglan er að ef það segir hvergi að það sé bannað þá er það leyfilegt,“ heldur Inga áfram. Þess vegna breyti engu þótt fólk sé óánægt – flokkurinn eigi myndina og geti notað hana. „Hún getur farið með þetta eins langt og hún vill,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma