fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Óttarr lendir í prófraun

Egill Helgason
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Proppé sýnist manni vera fyrsti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem lendir í verulegum vandræðum – og kemur kannski ekki á óvart miðað við málaflokkinn sem hann tók að sér og hvernig stofnað var til stjórnarinnar.

Strax og stjórnin er tekin við völdum er kominn þrýstingur á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, í þessu tilviki er það Klíníkin í Ármúla sem vill opna einkareikna legudeild vegna liðskiptaaðgerða. Bak við Klíníkina eru einstaklingar sem eiga sterk ítök í Sjálfstæðisflokknum, Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir.

Óttar mun vera nokkuð tvístígandi, og það gerir róðurinn þyngri að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, skuli stíga fram og mótmæla þessum áformum. Páll segir að þetta flæki og grafi undir starfsemi Landspítalans.

Því að sérhæft starfsfólk, læknar og líka annað starfsfólk, er takmörkuð auðlind og við eigum þegar alveg nóg með það að tryggja viðunandi mönnun og sérhæfingu á Landspítalanum á þessu sviði.

Þannig að þetta er ansi mikil prófraun fyrir Óttarr og getur ráðið miklu um framhaldið og stöðu hans í ríkisstjórninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti