Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur hafnað því að ganga til samningaviðræðna við einkahlutafélagið MJDB sem vill kaupa Hellisheiðarvirkjun, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur hafnað tilboðinu sömuleiðis.
MJDB er að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu, en lögmannsstofan Lagahvoll er skráð fyrir 30 prósentum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í fréttum í gær að ekki kæmi til greina að selja hlut Reykjaríkurborgar, á Fésbókarsíðu sinni tilkynnti hann að borgarráð hefði hafnað sölunni í dag:
Thanks, but no thanks.