fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Óbreytt stefna Seðlabankans mun gera hann tæknilega gjaldþrota

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 20. janúar 2017 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn_svörtuloftPeningastefa Seðlabankans er ekki sjálfbær í óbreyttri mynd og ef stjórnvöld grípa ekki inn í mun óbreytt stefna þurrka upp allt eigið fé Seðlabankans og gera hann tæknilega gjaldþrota, aftur. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann segir Ísland nú glíma við eins konar lúxusvanda sem stafar af áður óþekktu innflæði gjaldeyris. Seðlabankinn hefur keypt erlendan gjaldeyri fyrir 770 milljarða á aðeins þremur árum, Hörður telur það hafa verið skynsamlegt til að vinna gagn hraðri styrkingu krónunnar og minnka lausafjáráhættu þjóðarbúsins í aðdraganda haftalosunar. Þessi kaup leiða hins vegar til aukins kostnaðar fyrir Seðlabankans, nemur uppsafnaður kostnaður frá árinu 2014 rúmum 120 milljörðum vegna gengistaps og vaxtakostnaður:

Hagfræðingar eru því flestir sammála um að Seðlabankinn geti ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins hefur bent á að það séu líklega fá dæmi þess að nokkur seðlabanki „hafi safnað jafn miklum gjaldeyri á svo skömmum tíma ofan í svo mikla styrkingu og með eins mikinn vaxtamun.“ Á sama tíma og bankinn hefur verið á þessari vegferð til að vinna gegn gengishækkun krónunnar eru enn við lýði hömlur á útflæði fjármagns. Það er með ólíkindum,

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.
Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.

segir Hörður. Háir raunvextir laða að sér fjármagn með tilheyrandi gengisstyrkingu, innlendir aðilar veigra sér við að dreifa áhættunni með erlendum fjárfestingum og vaxtakostnaður Seðlabankans er mun hærri en ella. Segir Hörður að peningastefnan þurfi að taka mið af byltingunni sem hefur orðið á hagkerfinu með tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrissskapandi atvinnugreinar. Telur hann ólíklegt að vaxtalækkun í núverandi árferði muni raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum, öðru nær:

Þeir sem halda um stjórnartaumana í Seðlabankanum munu ekki eiga frumkvæði að verulegum breytingum á peningastefnunni. Til að hrinda af stað slíkri uppstokkun þarf pólitíska forystu með skýr markmið að leiðarljósi. Þau er því miður ekki að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Standi stjórnvöld aðgerðalaus hjá mikið lengur er ljóst að óbreytt stefna mun fyrr en seinna þurrka upp allt eigið fé Seðlabankans og bankinn verður því tæknilega gjaldþrota – aftur.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“