Fréttir af fundi Trumps og Pútíns í Reykjavík virðast vera tómur skáldskapur. Ekki það, kannski væri ágætt að þeir hittust?
Sonur minn stakk upp á því í gærkvöldi að besti staðurinn fyrir fund leiðtoganna væri veitingastaðurinn Texasborgarar – hjá Magga.
Það kom reyndar fram í fréttum í vor að þessi kunni veitingamaður og forsetaframbjóðandi ætti mynd af Trump.
En Bjarni Sigtryggsson, fyrrverandi sendifulltrúi, sem starfaði um nokkurt skeið í Moskvu, bendir á eftirfarandi, líklega er nokkuð til í þessu:
Hugmyndin um nýjan leiðtogafund í Reykjavík gæti aldrei gengið upp þar sem Rússar tengja 1986-fundinn við „uppgjöf og svik“ af hálfu Gorbasjevs.