fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Hin baneitraða snjallsímafíkn – „kynslóð af kjánum“

Egill Helgason
Föstudaginn 13. janúar 2017 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af ráðgátum nútímans er hvernig við látum tæknina taka af okkur völdin, fylgjum henni í blindni án þess að vita nokkuð um hvert hún er að leiða okkur. Í þessu er fólgin ákveðin nauðung – að við hljótum að þróa tæknina út á endamörk og helst út yfir þau, bara af því við getum það. En það er allsendis óvíst að mannkynið kunni fótum sínum forráð í þessu efni. Tækni hefur gert líf okkar betra og auðveldara, en hún kann líka að verða þess valdandi að mannkynið eða stórir hlutar þess fari sér að voða og jörðin verði lítt byggileg.

Í frétt sem birtist á vef RÚV er vitnað í Albert Einstein. Það er barnalæknirinn Björn Hjálmarsson sem þetta gerir, Einstein á að hafa sagt að hann óttaðist tímann þegar tæknin færi fram úr mannlegum samskiptum:

Og þá sagði hann: Þá óttast ég að verði til kynslóð af kjánum. Og ég held að þetta sé akkúrat það sem samfélagsleg umræða þarf að miðast að, að koma í veg fyrir þetta að tæknin taki af okkur ráðin.

Í fréttinni er fjallað um snjallsímanotkun barna og unglinga. Segir að margir séu hrjáðir af rafrænu skjáheilkenni, eins og það er kallað. Ungmenni sem ofnota tæki eins og snjallsímana finna til þunglyndis, kvíða, þau eiga erfitt með að einbeita sér. Þau eru ringluð. Í frétt um sama efni á Mbl.is segir í fyrirsögn að samfélagsmiðlar séu orðnir eitur.

Við látum gott heita að afhenda börnum og unglingum þessi öflugu tæki án þess að hugleiða hvernig þau eru notuð, hverjar afleiðingarnar geta orðið, um ofnotkunina og firringuna sem þeim fylgir – þeirri röskun að vera í raun aldrei í núinu, á þeim stað þar sem maður er staddur, ónæmi fyrir umhverfinu. Þetta er í raun ótrúlegt ábyrgðarleysi. En fólk gerir það – af því allir hinir gera það.

Hin taumlausa net- og samfélagsmiðlanotkun ruglar fullorðið fólk í ríminu, við sjáum merki þess allt í kringum okkur, en hvað þá með ómótaða barnshuga? Við látum net- og símafyrirtæki, sem hafa ekkert annað en gróða að markmiði, taka af okkur ráðin og það þykir beinlínis hallærislegt að andæfa.

Víða erlendis hefur verið  reynt að banna eða takmarka snjallsímanotkun í skólum. Það gengur misjafnlega. Eitt af því sem hefur verið nefnt sem mótbára gegn slíku er börnin lendi beinlínis í fráhvörfum ef tækin eru tekin af þeim. Það er nöturlegt ef fólk getur ekki lifað stuttan tíma án þess að nota svona tæki. Þá er þetta orðið að fíkn. Að miklu leyti tengist það starfsemi boðefna i heilanum. Það hefur verið stungið upp á því að snjallsímum eigi að fylgja heilbrigðisviðvörun.

Barnalæknirinn Björn Hjálmarsson, sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, segir að þurfi að ræða hvernig þessi tækni nýtist best og hvernig sé hægt að draga úr skaðanum sem hún veldur – þessari feikilegu ofnotkun.

Þessi svona vefræna hraðbraut er alveg eins og hraðbraut með bílum, við látum ekki börnin leika okkur við hraðbrautina nema við leiðbeinum þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“