fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Stjórnarsáttmáli kynntur í dag og ráðherralistinn væntanlegur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarsáttmálinn verður kynntur í dag og líklega ætti skipun ráðherra í nýju ríkisstjórnina, Engeyjarstjórnina, að vera tilbúinn síðla dags.

Menn munu fyrst og fremst rýna í stjórnarsáttmálann til að sjá hvað Viðreisn og Björt framtíð fá fyrir sinn snúð. Eftir því sem heyrist er skrefum í Evrópumálum slegið á frest til loka kjörtímabilsins – það er kannski ekki óeðlilegt í ljósi óvissu innan Evrópusambandsins og í alþjóðamálum.

Manni skilst að þarna verði endurskoðun á peningastefnunni og í landbúnaðarmálum, hins vegar er meiri óvissa hvort náist fram breytingar í sjávarútvegsmálunum. Þar er róðurinn líka afar þungur. Það segir sína sögu að á ljósmynd af fundi um stjórnarmyndunina í Valhöll í gærkvöldi er stórútgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson í Brimi mjög áberandi.

Eftir því sem næst verður komist verður Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir félagsmálaráðherra. Þetta verða ráðherrar Viðreisnar.

Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir líklega umhverfisráðherra.

Þarna vekur athygli að Viðreisn fær atvinnuvegaráðuneytin, en flokkurinn hefur boðað breytingar bæði í sjávarútvegi- og landbúnaði. Hermt er að í stjórnarsáttmálanum verði kveðið á um átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins – það gæti verið gagnlegt fyrir Óttarr Proppé í embætti heilbrigðisráðherra að hafa fóstbróðurinn Benedikt í fjármálaráðuneytinu. Því varla vill Óttarr láta skilja sig eftir á köldum klaka með þennan stóra og feiki umdeilda málaflokk.

Óljósara er hverjir verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Þar ríkir talsvert kvennahallæri, varaformaður flokksins Ólöf Nordal heldur líklega áfram í ríkisstjórn, en hún hefur átt við veikindi að stríða og getur varla gengt embætti sínu fyrr en síðar á árinu.

Eitt af því sem er rætt er að skilja dómsmálin frá ferða- og samgöngumálunum. En þetta eru málaflokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í sinn hlut, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, auk auðvitað forsætisráðuneytis.

Hermt er að líklegasti kandídatinn í menntamálin sé Kristján Þór Júlíusson. Guðlaugur Þór Þórðarson er sennilegasta utanríkisráðherraefnið. Þar vekur athygli að Guðlaugur er harður andstæðingur Evrópusambandsaðildar og persónulegur vinur Daniels Hannan, sem er einn helsti arkitektinn að Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Guðlaugur ætti að vera nokkuð sterkt mótvægi við evrópuáhuga Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“