fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Tveir Framsóknarflokkar?

Egill Helgason
Föstudaginn 29. september 2017 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn er langelsti stjórnmálaflokkur á Íslandi, stofnaður 1916, Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stofnaður fyrr en 1929. Nú er þessi sögufræga hreyfing sem hefur í gegnum tíðina haft svo mikil völd og áhrif að klofna.

Flokkurinn hefur varla áður gengið í gegnum viðlíka hremmingar. 1933 klauf Tryggvi Þórhallsson, fyrrverandi forsætisráðherra, flokkinn og stofnaði svokallaðan Bændaflokk. Flokkurinn fékk þrjá menn á þing en Tryggvi féll í Strandasýslu fyrir sjálfum Hermanni Jónassyni sem varð leiðtogi flokksins um langt skeið. Ekki eyðilagði þetta meira fyrir flokknum en svo að Framsókn var í ríkisstjórn samfellt frá 1927 til 1942.

Það varð klofningur í flokknum snemma á áttunda áratugnum þegar svokölluð Möðruvallahreyfing yfirgaf Framsókn. Foringi hennar var Ólafur Ragnar Grímsson, hann rúmaðist ekki í sama flokki og Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson. Ekki hafði þetta þó meiri áhrif en svo að áratugirnir milli 1971 og 1991 hafa verið kallaðir Framsóknaráratugirnir – þá var Framsókn alltaf í stjórn, ýmist til hægri eða vinstri.

Klofningurinn sem nú er á döfinni virðist alvarlegri. Í skoðanakönnun er móðurskipið, Framsókn, aðeins með 6,4 prósent, og er minni en klofningsframboðið sem nú kallast Miðflokkurinn. Hann fær 7,3 prósent. Þetta kann að vera uppsveifla vegna mikils fréttaflutnings og nýjabrums, en ljóst er að Sigmundur Davíð höfðar sterkt til nokkuð stórs hóps kjósenda.

Sumið gætu jafnvel ályktað að hillti undir endalok hjá þessum gamla valdaflokki – við höfum séð hreyfingu jafnaðarmanna nánast þurrkast út á Íslandi, liður í því var náttúrlega stofnun Bjartrar framtíðar sem að hluta til kvarnaðist út úr Samfylkingunni og hefur tekið frá henni fylgi.

En svo eru aðrir bjartsýnir eins og fyrrverandi þingmaður Framsóknar, Frosti Sigurjónsson, sem setur þessa færslu á Facebook. Ætli Frosti sé á leið aftur í framboð og þá fyrir hvorn Framsóknarflokkinn?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður