fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Framboðslisti fortíðar

Egill Helgason
Föstudaginn 29. september 2017 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá framboðslista úr fortíð, þegar mikil virðing þótti fylgja því að sitja á Alþingi og máttarstólpar samfélagsins röðuðust á framboðslista – ekki síst hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þetta er listinn úr Suðurlandskjördæmi í kosningunum 1967. Þá leiddi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisnarstjórnina og réð lögum og lofum í íslensku samfélagi.

Í fyrsta sæti er héraðshöfðingi, Ingólfur Jónsson frá Hellu. Hann var landbúnaðarráðherra og engum hefði látið sér í hug koma að reyna að fella hann. Ingólfur bjó reyndar í Ásvallagötunni, var nágranni minn, hann var karl með hatt, alltaf frekar strangur á svipinn, og gaf sig aldrei að börnum. Þannig var hann ólíkur nágranna sínum Framsóknarmanninum Vilhjálmi Hjálmarssyni sem var mjög alþýðlegur.

Næst kemur annar alþingismaður, sá úr Vestmannaeyjum, síðan bændahöfðingi og svo sjáum við tvo sóknarpresta, kaupfélagsstjóra, verslunarstjóra og skrifstofustjóra.

Ein kona fær að vera með, neðarlega á listanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“