fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Siddi, Siggi, Pálsson – Sigurður Pálsson

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. september 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsku Siggi Páls. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var 18 ára strákur í París. Ég hafði varla hitt mikilsverðari mann – og enn er ég á því að ég hafi tæpast kynnst mikilsverðari manni á ævinni. Manni fannst alltaf eins og hann sæi dýpra en aðrir, hugsaði betur og skýrar og frumlegar, það voru alltaf nýir vinklar hjá Sigurði.

Hann var gagnmenntaður og með alþjóðlega sýn, með tilvísanir í franskar bókmenntir og leikhúsið, heimspeki og klassík, en hann kunni líka Rolling Stones. Einu sinni sátum við heila nótt yfir nýrri Rolling Stones plötu og Siggi útskýrði snilldina.

Hann skrifaði minningar frá því hann var barn, unglingur og ungur maður. Þær komu út í ekkert alveg réttri röð. Þarna var ungi maðurinn nýkominn til Parísar, pilturinn sem flutti í bæinn úr sveit og leigði herbergi til að ganga í Hagaskóla, barnið sem ólst upp í sveitinni í Öxarfirði. Mér fannst það ótrúlega skemmtilegt að heyra að þá hefði hann verið kallaður Siddi, ekki Siggi Páls. Í París var hann frekar einfaldlega Pálsson.

Sigurður hafði einstaka nærveru. Yfirbragð visku, rólegt á yfirborðinu, en undir niðri var merkilegur kraftur í þessum netta manni. Talsmátinn var einstakur, ekki bara orðin, heldur líka þagnirnar, hvernig hann sagði hlutina  – eftir fund með Sigga fann maður stundum að maður var ósjálfrátt farinn að herma eftir honum, ekki bara því sem hann sagði, heldur hvernig manni fannst hann hugsa. Auðvitað tókst það sjaldnast vel

Siggi var ljóðskáld út í gegn. Með einstakt næmi fyrir hinu skáldlega í tilverunni. Hann trúði líka á gildi skáldskaps og lista fyrir veröldina. Það er rauður þráður hjá honum. Því miður er það ekki svo algengt lengur.

Síðasta ljóðabókin hans, Ljóð muna rödd, var meistaraverk. Þar tókst hann á við dauðann og dauðleikann með ótrúlegri … göfgi liggur mér við að segja. Hann var líka atgervismaður hann Sigurður. Ljóðið heitir Hvít nótt:

Ekki var hún svefnlaus
þessi nótt

Samt var hún hvít
alveg snjakahvít

Að morgni er blað
á borðinu
með bókstöfum

Sá sem sat við borðið
er horfinn

Sigurður Pálsson. Þessar myndir eru rammar úr skólakvikmynd eftir Viðar Víkingsson. Árið er 1979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti