fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Lágfóta á bílastæði við ferðamannastað

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. september 2017 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir yrðlingar voru að þvælast við bílastæðin við Djúpalón á Snæfellsnesi nú þegar hallaði undir kvöld. Fyrst kom annar, það er spurning hvort hann venji komur sínar þarna til að sníkja mat af túristum. Erlendis eru refir víða farnir að leita inn í þéttbýli. Ég átti ekkert að gefa honum. Það kannski heldur ekki gott að venja þessi villtu dýr á slíkar matargjafir.

 

 

Svo koma annar yrðlingur og þeir fóru að hlaupa um allt og leika sér eins ungviði gerir. Merkilegt að sjá þá skottast um með mikilli snerpu og hraða. Þeir komu alveg upp að fótum manns, það er ekki oft að maður sér refi sem eru svo gæfir.

 

 

Ég er ekki mikill náttúrufræðingur, en mér finnst alltaf jafngaman að segja útlendingum frá því að rebbi hafi verið eina spendýrið á Íslandi þegar maðurinn nam land þar, konungur í sínu ríki. Enda er þekkt hversu mörg nöfn þessi skepna hefur á íslensku, eins og t.d.:

Djangi, djanki, dratthali, dýr, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tóa, tæfa, vargur, vembla

Þetta er innan þjóðgarðs svo líklega eru refirnir óhultir þarna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður