Auglýsingamógúllinn Charles Saatchi hefur tekið saman bók sem heitir Beyond Belief. Þetta er myndabók og sýnir auglýsingar og auglýsingaherferðir frá síðustu öld sem virka svo fráleitar að maður trúir því varla. Viðmiðin hafa að sönnu breyst – en sama samt, þessar auglýsingar eru ósmekklegar, móðgandi, dónalegar og bjánalegar. Máski kann okkur að finnast einhverjar af þeim hlægilegar líka á sinn annarlega hátt. En þetta er hinn karllægi heimur sem lýst var í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Einhverjir myndu kalla það gullöld, en kannski var það ekki svo gullið.
Undirtitill bókarinnar er líka Racist, Sexist, Rude, Crude and Dishonest, The Golden Age of Madison Avenue.