fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Snorralaug laundromat

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. september 2017 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ætli hafi verið þvottavélar á mörgum íslenskum heimilum árið 1952. Ætli þær hafi ekki verið margar konurnar sem enn voru að bagsa með bretti og bala – því það voru náttúrlega konur sem sáu um þvotta. En þarna var komin merkileg nýung, „laundromat“ þvottvélar þar sem viðskiptavinir gátu þvegið sjálfir.

Og eins og segir:

„Laundromat“ þvottvélarnar eru algerlega sjálfvirkar, og geta húsmæður farið frá þeim í nærfellt hálftíma, meðan þær þvo, og þá gert innkaup í nágrenninu eða gengt öðrum erindum.

Einnig segir að fyrstu „laundromat“  þvottahúsin hafi verið opnuð í styrjaldarlok en þau síðan farið „sigurför um flest lönd heims“.

 

Auglýsingin er úr Heimilisblaðinu frá því snemma árs 1952. Hér er önnur sem birtist í 19. júní, riti Kvenréttindafélags Íslands. Þarna má sjá að þetta hefur allt verið mjög nútímalegt og húsbóndinn meira að segja kominn til að leggja húsfreyjunni lið. Þarna er þetta kynnt sem „þvottahús framtíðarinnar“.

 

 

Þvottahúsið var á Snorrabraut 56, þar var síðar útibú Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til húsa en nú veitingahúsið Roadhouse. Þetta var eitt sinn í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga og það var einmitt SÍS sem stóð fyrir opnun þessarar „þvottastöðvar“ eins og hún er kölluð í grein í Samvinnunni frá 1952. Greinin ber yfirskriftina Konurnar og Samvinnan. Gjaldið fyrir þvottinn var átta krónur fyrir hver fjögur kíló. Myndin er úr greininni sem birtist í Samvinnunni. Þar þykir vel til hafa tekist og segir meðal annars.

Í síðastliðum mánuði var stöðin opnuð í Reykjavík og henni gefið hið virðulega og ágæta nafn Snorralaug, enda stendur hún við Snorrabraut. Snorralaug var tekið með miklum áhuga og hrifningu af Reykvíkingum. Daginn áður en hún var opnuð almenningi, var fulltrúm allra kvenfélaga í bænum boðið að skoða hana og þótti konunum sýnilega merk nýung á ferð. Næsta dag var stöðin almenningi til sýnis, og var húsfyllir allan daginn, en stúlkur sýndu þvott í vélunum, vindun og þurrkun. Síðan sjálf starfsemi laugarinnar hófst, hefur aðsóknin verið svo mikil, að fljótlega reyndist þörf á, að bæta við starfstúlku, en fólkið stóð og beið eftir því að vélað losnuðu. Benda því allar líkur til þess, að þessari nýung Sambandsins verði svo vel fagnað, að framtíð hinna nýju þvotttahúsa sé trygg hér á landi.

En svo reyndist ekki vera. Það leið ekki á löngu áður en þvottavélar voru komnar í flest hús og sums staðar sameiginleg þvottaherbergi í fjölbýlishúsum. Þetta fyrirbæri sem í Danmörku kallaðist „möntvask“ reyndist ekki eiga framtíð fyrir sér á Íslandi. En veit einhver hversu lengi Snorralaug starfaði?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu