fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ný könnun: Hægri stjórnin heldur naumlega velli í Noregi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. september 2017 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bygging norska Stórþingsins í miðborg Óslóar.

Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Noregi sem gerð var fyrir dagblöðin Aftenposten, Adresseavisen og Bergens Tidende og birt í morgun, sýnir að borgaraleg ríkisstjórn Ernu Solberg haldi meirihluta sínum á norska Stórþinginu í kosningunum sem fara fram á mánudag.

Það verður þó naumt, reynist þessi könnun rétt.

Flokkarnir fjórir sem standa að núverandi stjórn fá 88 þingsæti samkvæmt þessari könnun. Núverandi stjórnarandstaða myndi fá 81 sæti á Stórþinginu.

Verkamannaflokkur jafnaðarmanna mælist stærsti flokkur Noregs í þessari könnun með 25,6 prósent. Hægri flokkur íhaldsmanna fylgir honum þó fast á hæla og mælist aðeins með 0,9 prósent minna fylgi. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna milli kannana.

Fari svo að Verkamannaflokkurinn, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna á kjörtímabilinu sem nú er að baki, fái aðeins um 25 prósenta kjörfylgi þá yrði það um sex prósentum minna en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum 2013 og þótti klént þá.

Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri af flokkunum á norska Stórþinginu og í stjórn með Hægri flokknum, fellur um 2,3 prósent og mælist með 14, 3 prósentustig. Þriðji flokkurin sem á aðild að norsku stjórninni er Kristilegi þjóðarflokkurinn. Fylgi hans mælist 5,5 prósent og breytist lítið. Fjórði stjórnarflokkurinn sem heitir Vinstri, og er frjálslyndur miðjuflokkur, hefur nánast verið talinn af vegna þess að hann hefur ekki mælst yfir fjögurra prósenta lágmarki sem þarf til að fá þingsæti á norska Stórþinginu. Í skoðanakönnun dagsins fær hann hins vegar 4,5 prósent og stefnir þannig í að hljóta nokkur sæti á þinginu.

Hástökkvari könnunarinnar er Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) sem telst systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi og situr í stjórnarandstöðu. Hann hlýtur 7,3 prósent sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í samsvarandi könnunum síðan 2009. Þetta myndi þó ekki duga til að fella ríkisstjórn Ernu Solberg, verði úrslit kosninganna á mánudag á sama veg og þessi könnun.

Kommúnistaflokkurinn Rautt mælist með 3,1 prósent og umhverfisflokkur Græningja með 2,7 prósent. Aðrir smáflokkar virðast enn lengra frá því að ná kjöri á norska þingið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum