Elon Musk forstjóri Tesla og SpaceX segir gervigreind verða líklegan orsakavald þriðju heimstyrjaldarinnar. Hann ekki áhyggjur af kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna né hryðjuverkum, það sem veldur Elon Musk hins vegar áhyggjum er gervigreind.
Musk hefur lengi látið sér samfélagsmál varða, hefur hann hvatt til að mannkyn einbeiti sér að því að dreifa sér um vetrarbrautina til að eiga síður á hættu að deyja út, einnig hefur hann miklar áhyggjur af áhrifum tækni og gervigreindar á samfélag manna, og hefur hann hvatt stjórnmálamenn til að skoða borgaralaun.
Sjá einnig: Elon Musk: Vélmennin munu gera ykkur atvinnulaus
Musk sagði í einni af nokkrum Twitter-færslum í gær að Norður-Kórea „ætti að vera neðarlega á listanum yfir áhyggjum varðandi tilvistaráhættu siðmenningunnar.“
Should be low on our list of concerns for civilizational existential risk. NK has no entangling alliances that wd polarize world into war.
— Elon Musk (@elonmusk) September 4, 2017
„Samkeppni um að ná yfirburðum í gervigreind meðal ríkisstjórna heimsins mun að mínu mati líklegast orsaka þriðju heimsstyrjöldina.“
Spá Musk kemur í kjölfar ummæla Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem sagði:
Gervigreind er ekki aðeins framtíð Rússlands heldur alls mannkynsins. Hver sem verður leiðtogi á þessu svæði mun verða leiðtogi heimsins.
China, Russia, soon all countries w strong computer science. Competition for AI superiority at national level most likely cause of WW3 imo.
— Elon Musk (@elonmusk) September 4, 2017
Musk segir að ríki muni gera hvað sem er til að ná þeim ríkjum sem skara nú fram úr þegar kemur að þróun gervigreindar:
Ríkisstjórnir þurfa ekki að fylgja venjulegum lögum. Þær munu öðlast gervigreind með því að ógna byssu að fyrirtækjum sem þróa hana, ef það er nauðsynlegt
Govts don’t need to follow normal laws. They will obtain AI developed by companies at gunpoint, if necessary.
— Elon Musk (@elonmusk) September 4, 2017
Mark Zuckerberg forstjóri Facebook er ósammála Musk og segir kenningu hans „frekar óábyrga.“ Musk svaraði honum og sagði að skilningur Zuckerberg á málefninu væri „takmarkaður.“