fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ungir múslimar á Vesturlöndum styðja jafnrétti kynjanna – Íhaldsamari þegar kemur að samkynhneigð

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. september 2017 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungar konur í mosku í Osló. Fyrirhugað er að opna frjálslynda mosku í Osló á næsta ári þar sem hinsegin fólk er velkomið. Mynd/RT

Stór hluti múslimskra ungmenna í Noregi styður ríkjandi hugmyndir um jafnrétti kynjanna og byggja ungmennin viðhorf sín á trúnni, meiri íhaldssemi er þó í garð samkynhneigðar en fáir vilja þó að samkynhneigð verði refsiverð með lögum. Í rannsókn Levi Geirs Eidhamar guðfræðings við Háskólann í Agder tók hann djúpviðtöl við 24 ungmenni sem trúa á Íslam og bar saman tengsl almennra breytinga á viðhorfum þjóðfélagsins og breytinga á viðhorfum kristinna og múslima sem grundvallast á trúarbrögðum, hvernig ungmennin túlka kennisetningar trúarinnar í garð samkynhneigðar og kynjajafnréttis.

Jon Horgen Friberg félagsfræðingur, sem sá um rannsókn Fafo í fyrra, segir að þróunin bendi til vaxandi umburðarlyndis í garð samkynhneigðar, sér í lagi þegar litið sé til margir eigi rætur að rekja til landa þar sem samkynhneigð sé refsiverð. Mynd/Fafo

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar rannsóknarstofnunarinnar Fafo frá árinu 2016 er nokkur munur á viðhorfum ungmenna eftir því hvort þau séu innflytjendur eða eigi innfædda foreldra. Tilhneigingin er að gjáin milli viðhorfanna fari minnkandi, sér í lagi þegar litið sé til viðhorfanna í löndunum þaðan sem innflytjendurnir koma. Í ljós kom að viðhorfin gagnvart jafnrétti kynjanna eru nálægt eða á pari við viðhorf Norðmanna, en viðhorf til hinsegin fólks eru hins vegar nokkuð íhaldssamari en meðal Norðmanna.

Eidhamar segir að ungir norskir múslimar séu undir áhrifum norskra jafnréttisviðhorfa þegar kemur að túlkun þeirra á trúarsetningum en að þeir upplifi það ekki þannig:

Fyrir þeim snýst þetta ekki um norsk gildi, þetta snýst um hina einu sönnu trú. Þeir efast um túlkanir foreldra sinna, sem þeir segja að séu dæmigerðar fyrir upprunaland þeirra. Ungmennin fullyrða að foreldrar sínir séu „blindir að halda að þetta sé múhameðstrú“ og með því að leita í upphafið – Kóraninn og hadíðurnar – þá séu þau með hina réttu þekkingu á sannri trú. Samtímis geti þau verið blind á það að norsk gildi gætu hafa haft áhrif á þeirra eigin trúarlegu túlkanir.

Levi Geir Eidhamar guðfræðingur. Mynd/Háskólinn í Agder

Líkir hann viðhorfsbreytingu múslima til breytinga meðal kristinna manna á viðhorfum sínum á síðari hluta 20.aldar:

„Viðhorfin til kynhlutverka breyttust fyrst og síðan breyttust viðhorfin til samkynhneigðar. Það er ekki skrítið að kynjajafnréttið hafi komið á undan þar sem konur eru stór og sýnilegur hópur í þjóðfélaginu á meðan samkynhneigðir eru minnihluti og síður sýnilegir.“

Nefnir hann sem dæmi baráttu norsku kirkjunnar gegn því að hætt yrði að flokka samkynhneigð sem geðsjúkdóm og þegar kirkjan barðist gegn því að samkynhneigð yrði viðurkennd í norskum lögum, síðan þá hafi komið fram nýjar túlkanir á trúartextum og nú noti margir jafnvel trúnna til að rökstyðja umburðarlyndi í garð hinsegin fólks. Eidhamar segir að sama sé uppi á teningnum hjá ungum norskum múslimum þegar kemur að jafnrétti kynjanna:

Næstum allar konurnar og flestir karlarnir studdu að öllu leyti þær hugmyndir um jafnrétti kynjanna sem eru við lýði í norsku samfélagi. Þetta hafði áhrif á það hvaða heilaga texta þau vitnuðu í og hvernig þau túlkuðu þá,

Í Indónesíu er samkynhneigð refsiverð, Eidhamar segir að bæði þar og í Noregi líti menn á sig sem fylgjendum heilagra ritninga, munurinn sé á hvernig þær séu túlkaðar. Mynd/Getty

segir Eidhamar. Meiri íhaldssemi er þó í garð samkynhneigðra en fáir telji þó að samkynhneigð ætti að vera ólögleg:

„Meirihluti norskra íhaldssamra múslima myndu segja að samkynhneigðir sem búa saman verði refsað eftir dauðann, en ekki að þeir ættu að hljóta refsingu hér og nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum