fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Spennan magnast á Kóreuskaga – Norður-Kórea sprengir vetnissprengju

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. september 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu fylgist með eldflaugatilraun. Mynd/EPA

Suður-Kóreumenn segjast hafa séð vísbendingar um að Norður-Kóreumenn ætli sér að halda áfram eldflaugatilraunum sínum, hugsanlega langdræga eldflaug. Norður-Kóreumenn segja að þeir hafi sprengt vetnissprengju í gær, sprengju sem þeir geti komið fyrir á eldflaug. Suður-Kóreumenn hafa sent nágrönnum sínum í norðri skýr skilaboð með því að halda sínar eigin eldflaugaæfingar.

Bandaríkjamenn hafa gefið út að þeir muni svara með „gríðarlegum hernaðarmætti“ ef sér eða bandamönnum sínum yrði ógnað. Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn eru nú að koma fyrir hergögnum í návígi við Norður-Kóreu, þar á meðal sprengjuflugvélum og flugmóðurskipum.

Suður-Kóreumenn hafa prófað sínar eigin eldflaugar til að svara kjarnorku- og eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter að „friðartal“ Suður-Kóreumanna gagnvart Norður-Kóreu myndi ekki virka. Gagnrýndi hann einnig Kínverja fyrir að vera ekki búnir að hætta alfarið viðskiptum við Norður-Kóreu, sagði Trump að hann væri að íhuga að hætta viðskiptum „við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu“. Það yrði mjög stórt skref enda eru Kínverjar helsta viðskiptaþjóð Bandaríkjanna.

Erfitt er að meta stærð kjarnorkuvopnsins sem Norður-Kóreumenn sprengdu í gær, en vetnissprengjur eru talsvert öfugri vopn en þeir hafa átt fram að þessu. Suður-Kóreumenn segja að sprengjan, sem sprengd var neðanjarðar, hafi verið um 50 kílótonn, sem er fimm sinnum öflugri sprengja en þeir sprengdu í september í fyrra. CNN hefur hins vegar eftir NORSAR, norskri rannsóknarstofu, að sprengjan hafi verið um 120 kílótonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni