fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Brösuleg byrjun H&M

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnun H&M á Íslandi er eitthvert skringilegasta PR klúður sem maður hefur orðið vitni að. Uppákoman með stóra pokann á Lækjartorgi var dálítið sérstök, maður var í rauninni ekki viss hvort færi meira í taugarnar á manni pokinn eða þeir sem nenntu að eyða tíma í að tuða yfir honum.

Svo hafa verið látlausar fréttir – mitt í hinni miklu fréttadeyfð sem ríkir þetta sumarið – um boðslista fína fólksins sem fær að koma í opnun H&M. Fær forskot á sæluna, eins og sagt er. DV birtir meira að segja hluta af þessum lista í dag, en opnunin mun vera í kvöld.

Þetta er satt að segja afar tvíbent. H&M er mjög alþýðleg verslun – þeir sem eru snobbaðir, finnst gaman að eyða peningum, vilja fín föt eða merkjavöru – munu ekki versla í H&M. Það gera heldur ekki þeir sem vilja vönduð föt, í fyrra keypti ég tvennar stuttbuxur á son minn í H&M verslun í Berlín, hvorugar entust sumarfríið.

Þetta er varningur sem er fjöldaframleiddur í stórum stíl við misjafnar aðstæður í verksmiðjum Asíu, og komið býsna langt frá því þegar maður var unglingur og voru örfáar búðir á Norðurlöndunum sem kölluðust Hennes & Mauritz. Nú er þetta næst stærsta fataverslanakeðja heims. Gildi þess að bjóða útvöldum í opnunina er nákvæmlega ekki neitt – virkar líklega öfugt fremur en hitt. Íslenskur almenningur hefur lengi þyrpst í H&M búðir á ferðalögum erlendis.

Svo er auðvitað stóra spurningin, en það er verðið. Kosta flíkurnar það sama í H&M á Íslandi og í nágrannalöndum? Hvernig verður H&M vísitalan – þarna verður hægt að gera býsna nákvæman samanburð?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna