fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Breytingar í verslun, alltof mikið verslunarhúsnæði – og meira í byggingu (og líka smá um persónunjósnir tæknirisa)

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, birtist ágæt úttekt á stöðu verslunar í landinu og einkum þó áhrifum netverslunar. Segir í fyrirsögn að stóraukin netverslun sé mikil áskorun fyrir verslanamiðstöðvar eins og Kringluna og Smáralind. Meðal annars segir í greininni:

Breytt samkeppnisumhverfi í verslun er þegar farið að valda titringi og eru skýr merki um að verslanir haldi nú að sér höndum og leiti leiða til þess að fækka fermetrum. Þannig herma heimildir Markaðarins að stjórnendur Smáralindar hafi boðið leigjendum afslætti og ívilnanir, svo sem ókeypis leigu í tiltekinn tíma, til þess að fylla laus verslunarrými. Veit Markaðurinn jafnframt til þess að í það minnsta þrjár verslanir í verslunarmiðstöðinni stefni mögulega í þrot.

En það er ekki bara netverslun sem er vandamálið, heldur líka breytt kauphegðun. Í Bandaríkjunum hafa keðjur eins og Macys og Sears verið að loka útibúum í stórum stíl, það er ekki bara vegna samkeppni frá internetinu, heldur er líka greinilegt að eftir kreppuna 2008 eru neytendur í öðrum ham. Þeir vilja fá ódýrari vöru, leita meira að tilboðum, afslætti, tveimur fyrir einn, ódýrar keðjur eins og Marshalls og TJ Maxx spretta upp út um allt.

Hér á Íslandi hefur Costco komið á vettvang og gerbreytt verslun á suðvesturhorninu. Í Bandaríkjunum telst það ekki vera lágverðsverslun, en hægt er að gera hagkvæm innkaup á íslenskan mælikvarða.

Vandi verslunarinnar felst ekki síst í gríðarlegri offjárfestingu í verslunarhúsnæði. Fermetrarnir sem eru ætlaðir til að selja fólki vöru eru alltof margir. Þetta er eitt af því sem er að koma versluninni í koll í Bandaríkjunum og hið sama virðist vera uppi á teningnum á Íslandi. Í skýrslu McKinsey ráðgjafafyrirtækisins um íslenskt hagkerfi sem var birt 2012 mátti lesa að alltof mikið væri af verslunum á Íslandi, þær væru sérlega óhagkvæmar og opnunartími þeirra væri of langur.

Í Fréttablaðinu mátti lesa, eins og segir hér að ofan, um verslanir í Smáralind sem eru á leiðinni í þrot. En maður sér þetta líka á Laugaveginum. Þar eru búðir að loka, og þá einkum verslanir sem hafa miðað starfsemi sína við íslenska viðskiptavini. Ég kom í gær auga á tvær nokkuð stórar búðir af því taginu sem hafa lokað í sumar. Og svo sér maður verslunarrými í nýjum húsum eða nýuppgerðum sem ekki leigist út – kannski vegna skorts á eftirspurn eða vegna þess að leiguverðið er of hátt.

Það er hins vegar enginn skortur á veitingastöðum, og fjölmargir hafa bæst við í sumar – munar náttúrlega mestu um Mathöllina á Hlemminum.

En nú ber svo við að stefnir enn í aukningu á verslunarhúsnæði. Í nýbyggingum í bænum, eins og Hafnartorgi svonefndu, er gert ráð fyrir fjölda verslana. Maður veltir satt að segja fyrir sér hver verði rekstrargrundvöllur þeirra.

Annars eru blikur á lofti í verslunarrekstri, og sumt minnir á vísindaskáldskap. Í Guardian í dag má lesa grein um hvernig njósnir fyrirtækja á borð við Google, Facebook og Amazon um neysluhegðun einstaklinga fara sífellt vaxandi – og komast brátt á plan sem við getum vart ímyndað okkur. Þessar upplýsingar verða notaðar, enda eru þær mjög verðmætar – í greininni er þeim líkt við olíuna eins og hún var á sínum tíma. Nú eru tæknirisarnir í Silicondal að fara að grafa virkilega djúpt, segir í greininni.

Þarna er talað um sjálfvirkar búðir sem fylgjast stöðugt með einstaklingnum, hvað hann kaupir, hvar hann staldrar við, heimsendingarþjónustu, jafnvel með vélmennum, sem líka er notuð til þess að afla upplýsinga – semsagt njósna um fólk. Við erum að gefa frá okkur einkalífið í ótrúlegum mæli og það til stórfyrirtækja – og það sem er merkilegt er að flestum virðist standa á sama, líka yfirvöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“