fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Sjálfsagt að skipta um nafn

Egill Helgason
Laugardaginn 19. ágúst 2017 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin var alltaf mjög vont nafn á stjórnmálaflokki. Það var líka hugsað til algjörra bráðabirgða á sínum tíma. Samfylking minnir á eitthvað frá því á millistríðsárunum, þá voru alls konar „fylkingar“ í gangi. Það var meira að segja ómur af gamalli sögu, sem einhverjir mundu ennþá fyrir aldamótin, í nafninu – frá því þegar kommar og kratar gerðu tilraunir til að fylkja sér saman.

En svo fórst fyrir að breyta nafninu – og flokkurinn sat uppi með þetta heiti. Það vekur engar sérstakar kenndir, segir ekkert um stefnuna eða viðhorfin, er innantómt.

Nú þegar fylgið er í nokkru lágmarki, virðist þó aðeins vera að rísa, ætti að vera tilvalið tækifæri til að breyta. Það er ekki þar með sagt að flokkurinn verði stór á ný, en hann á þó ákveðin sóknarfæri nú þegar Björt framtíð og Viðreisn eru undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum.

Flokksmenn geta svo skeggrætt um það hvort nafnið á að vera Jafnaðarmannaflokkur eða Jafnaðarflokkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti