fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Vitni: Hryðjuverkamaðurinn brosti þegar lögreglan skaut hann

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá vettvangi í Barcelóna í gær. Þrettán létust, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Mynd/EPA

Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils á norðaustur Spáni, særðust sjö, þar af einn alvarlega. Í bílnum í Cambrils voru fimm menn sem voru skotnir til bana.

Fitzroy Davies var vitni af því þegar einn mannanna var skotinn til bana, hann segir í samtali við Telegraph að hann hafi setið á bar þegar tvær stúlkur hlupu inn og sögðu öllum að hlaupa. Segir hann að lögreglan hafi mætt á staðinn rúmlega hálfri mínútu eftir að hringt var á hjálp:

Maður hljóp upp götuna öskrandi eitthvað.

Pop, pop, nokkur skot og hann féll niður. Hann stóð svo upp, var ögrandi, brosandi og gekk að lögreglumönnunum. Nokkur skot í viðbót og hann féll.

Sendiferðabíl var ekið á vegfarendur í Barcelóna, gerandinn hljóp af vettvangi, hans er leitað. Audi bifreiðinni, sem sjá má hér á myndinni, var svo ekið á vegfarendur í Cambrils. Mynd/EPA

Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar í Barcelona, sá sem ók bifreiðinni hljóp af vettvangi og er enn ófundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“