fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson endurskoðandi. Samsett mynd/DV

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu.

Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð vera óánægja með tilboð Kynnisferða í aðstöðu fyrir flugrútuna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og það hafi leitt til uppnáms á stjórnarfundi fyrr í vikunni. Jón Gunnsteinn hafnar þessu alfarið í samtali við Eyjuna:

Ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Alfa hf. nýverið og í kjölfar þess sagði ég mig úr öllum þeim stjórnum sem tengjast félaginu á föstudaginn síðastliðinn. Samtals voru þetta 13 stjórnir sem ég sagði mig úr. Ef það hefur verið haldinn fundur í Kynnisferðum í vikunni þá vissi ég ekki af honum og var sannarlega ekki á staðnum,

segir Jón Gunnsteinn. Varðandi tilboðið í aðstöðu við flugstöðina þá segir Jón það af og frá að hann hafi einn staðið að tilboðinu, málið hafi verið afgreitt á stjórnarfundi Kynnisferða hinn 22. júní síðastliðinn:

Það var einróma niðurstaða allra 5 stjórnarmanna félagsins að bjóða 41,2% af veltu fyrir aðstöðuna. Tilboðin voru opnuð 18. júlí síðastliðinn og kom þá í ljós að Kynnisferðir áttu hæsta boð. Allar upplýsingar um þetta útboð eru opinber gögn. Brotthvarf mitt úr stjórn Kynnisferða tengist þessu máli ekki á nokkurn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“