fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Jón hafnar uppnámi hjá Kynnisferðum: „Var sannarlega ekki á staðnum“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson endurskoðandi. Samsett mynd/DV

Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum sem stjórnarformaður Kynnisferða ehf. fyrir skemmstu. Segir hann að þar sem hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri Alfa hf., stærsta eiganda Kynnisferða ehf., þá hafi hann eðli máls samkvæmt sagt sig úr öllum stjórnum sem tengdust félaginu.

Ástæða þess að Jón Gunnsteinn lét af störfum hefur verið sögð vera óánægja með tilboð Kynnisferða í aðstöðu fyrir flugrútuna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og það hafi leitt til uppnáms á stjórnarfundi fyrr í vikunni. Jón Gunnsteinn hafnar þessu alfarið í samtali við Eyjuna:

Ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Alfa hf. nýverið og í kjölfar þess sagði ég mig úr öllum þeim stjórnum sem tengjast félaginu á föstudaginn síðastliðinn. Samtals voru þetta 13 stjórnir sem ég sagði mig úr. Ef það hefur verið haldinn fundur í Kynnisferðum í vikunni þá vissi ég ekki af honum og var sannarlega ekki á staðnum,

segir Jón Gunnsteinn. Varðandi tilboðið í aðstöðu við flugstöðina þá segir Jón það af og frá að hann hafi einn staðið að tilboðinu, málið hafi verið afgreitt á stjórnarfundi Kynnisferða hinn 22. júní síðastliðinn:

Það var einróma niðurstaða allra 5 stjórnarmanna félagsins að bjóða 41,2% af veltu fyrir aðstöðuna. Tilboðin voru opnuð 18. júlí síðastliðinn og kom þá í ljós að Kynnisferðir áttu hæsta boð. Allar upplýsingar um þetta útboð eru opinber gögn. Brotthvarf mitt úr stjórn Kynnisferða tengist þessu máli ekki á nokkurn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi