fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Hershöfðingar með samkomulag um að fylgjast með Trump

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og James Mattis. Mynd/EPA

Fyrrum hershöfðingjarnir John Kelly og Jim Mattis gerðu með sér samkomulag um að annar hvor þeirra yrði alltaf á vakt að fylgjast með skipunum Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Þetta hefur fréttaveitan AP eftir nafnlausum heimildarmanni. Munu þeir Kelly, sem er nú skrifstofustjóri Hvíta hússins, og Mattis varnarmálaráðherra, hafa samið um þetta sín á milli skömmu eftir að Trump tók við embætti fyrr á þessu ári.

John Kelly, áður ráðherra heimavarna, nú skrifstofustjóri Hvíta hússins. Mynd/EPA

Er því haldið fram að hershöfðingjarnir fyrrverandi hafi miklar áhyggjur af stefnumálum Trump og mögulegum afleiðingum þeirra, þá helst í tengslum við bann við komu múslima til Bandaríkjanna. Hefur Kelly meðal annars notað stöðu sína innan ríkisstjórnarinnar til að tryggja að þeir sem hafi græna kortið séu undanskildir ferðabanninu og hefur Mattis varið rétt íraskra ríkisborgara innan Bandaríkjanna.

Kelly sýndi vald sitt innan Hvíta hússins þegar hann lét reka Anthony Scaramucci eftir aðeins nokkra daga í starfi sem fjölmiðlafulltrúa. Vonast þingmenn Repúblikana til að áhrif hershöfðingjanna komi röð og reglu á Hvíta húsið á komandi misserum. Sagði öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham meðal annars:

Landgönguliðarnir eru komnir á land í Hvíta húsinu. Landgönguliðar geta gert næstum því hvað sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata