fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

„Við viljum dauðarefsinguna!“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kemal Barmaz leiddur fyrir rétt í dag. Barmaz er kaupsýslumaður sem er sakaður um að hafa hjálpað Adil Oksuz einn leiðtoga valdaránstilraunarinnar. Mynd/EPA

Minnst 500 manns hafa verið leiddir fyrir dómara í Tyrklandi sakaðir um aðild að valdaráninu þar í landi í fyrra. Hávær mótmæli voru fyrir utan dómstólinn í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag, voru þar saman komnir ættingjar og vinir þeirra sem létust í tilrauninni til að steypa Recep Erdogan forseta af stóli:

Við viljum dauðarefsinguna!,

öskruðu mótmælendurnir en alls létust 249 óbreyttir borgarar í valdaránstilruninni.

Mótmælendur fyrir utan dómshúsið í dag. Mynd/EPA

Réttarhöldin eru þau stærstu sem hafa verið haldin vegna valdaránstilraunarinnar hingað til, þau eru haldin í sérstöku dómshúsi fyrir utan Ankara en þar beina saksóknarar spjótum sínum að atburðunum tengdum Akinci-flugstöðinni þar sem bækistöðvar valdaræningjanna meintu eiga að hafa verið. Munu þaðan hafa verið send út skilaboð um að sprengja þinghúsið á sama tíma og hermenn myndu freista þess að handtaka Erdogan.

Valdaránstilraunin mistókst og voru þúsundir handteknir í kjölfarið, margir grunaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen sem býr nú í Bandaríkjunum. Einnig verður réttað yfir Gulen sjálfum þó í hans fjarveru og má þá búast við að Tyrkjir krefjist þess að hann verði framseldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“