Minnst 500 manns hafa verið leiddir fyrir dómara í Tyrklandi sakaðir um aðild að valdaráninu þar í landi í fyrra. Hávær mótmæli voru fyrir utan dómstólinn í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag, voru þar saman komnir ættingjar og vinir þeirra sem létust í tilrauninni til að steypa Recep Erdogan forseta af stóli:
Við viljum dauðarefsinguna!,
öskruðu mótmælendurnir en alls létust 249 óbreyttir borgarar í valdaránstilruninni.
Réttarhöldin eru þau stærstu sem hafa verið haldin vegna valdaránstilraunarinnar hingað til, þau eru haldin í sérstöku dómshúsi fyrir utan Ankara en þar beina saksóknarar spjótum sínum að atburðunum tengdum Akinci-flugstöðinni þar sem bækistöðvar valdaræningjanna meintu eiga að hafa verið. Munu þaðan hafa verið send út skilaboð um að sprengja þinghúsið á sama tíma og hermenn myndu freista þess að handtaka Erdogan.
Valdaránstilraunin mistókst og voru þúsundir handteknir í kjölfarið, margir grunaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen sem býr nú í Bandaríkjunum. Einnig verður réttað yfir Gulen sjálfum þó í hans fjarveru og má þá búast við að Tyrkjir krefjist þess að hann verði framseldur.