fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Stórkostleg sena með Jeanne Moreau, Malle og Miles

Egill Helgason
Mánudaginn 31. júlí 2017 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er stórkostleg sena. Jeanne Moreau með sitt dulúðuga og gáfaða andlit í kvikmyndinni Lyfta í gálgann (Ascenseur pour l’échafaud) frá 1958. Leikstjórinn var Louis Malle, hin óviðjafnanlega tónlist er samin og leikin af Miles Davis. Þetta er ein af lykilmyndum frönsku nýbylgjunnar – kvikmyndirnar voru teknar í raunverulegu umhverfi úti á götum, kvikmyndavélin leitaði inni í persónurnar og umhverfi þeirra – full af forvitni – þetta breytti kvikmyndunum fyrir fullt og allt, á sama tíma var það sem kom frá Hollywood var skelfing klunnalegt og útblásið.

Moreau var ein af hinum stóru kvenhetjum nýbylgjunnar, bæði í þessari mynd og svo í meistaraverki Truffauts, Jules og Jim. Þar lék hún konu, frjálsan anda, sem tveir vinir voru ástfangnir af. Sterkar kvenpersónur eru reyndar eitt einkenni nýbylgjunnar, leiknar af konume eins og Anouk Aimée, Anna Karina, Delphine Seyrig og Jean Seberg.

Jeanne Moreau er nú látin, 89 ára að aldri. Orson Welles sagði að hún væri besta leikkona í heimi. Á sinn hátt var hún ein af táknmyndum Frakklands. Hún var fræg og dáð sviðsleikkona í þjóðleikhúsinu Comédie-Française  áður en hún fór í bíómyndirnar en hélt áfram að leika í kvikmyndum alveg fram á síðustu ár.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka