fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Valdastétt Norður-Kóreu er langt frá því að vera einangruð frá umheiminum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 30. júlí 2017 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennir borgarar á gangi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Mynd/EPA

Efsta stétt Norður-Kóreu er langt frá því að vera jafn einangruð frá umheiminum og samlandar þeirra. Þó svo fáir sem engir Norður-Kóreumenn geti farið úr landi hefur efsta lag samfélagsins greiðan aðgang að netinu til að lesa erlendar fréttir, nota samfélagmiðla og jafnvel skoða klám. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vefleyniþjónustufyrirtækisins Recorded Future.

Norður-Kórea er yfirleitt lýst sem mjög einangruðu ríki. Sannleikurinn er hins vegar sá að valdastéttin í landinu er alls ekki einangruð,

segir Sheena Chestnut Greitens sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu hjá Brookings stofnuninni í samtali við tímaritið Vice. Rannsakendur fylgdust með vefþjónum Norður-Kóreu og teiknuðu upp netnotkunina í landinu.

Drengur í Norður-Kóreu notar tölvu tengda við Kwangmyong-netið. Mynd/EPA

Í ljós kom að margir Norður-Kóreumenn nota samskiptamiðilinn Facebook daglega, sama gildir um Twitter. Einnig lesa margir erlenda fréttamiðla. Aðeins er þó um að ræða alveg efsta lag samfélagsins, valdastéttin í Pyongyang.

Almennir borgarar eiga þess kost að eiga farsíma í gengum ríkissímafyrirtækið Koryolink, gert er ráð fyrir að stofnun sjái um að fylgjast með því sem almennir borgarar segja í símann og senda í SMS-skilaboðum. Aðgangur að tölvum er mjög takmarkaður, embættismenn, nemar og stúdentar geta komist á ríkisinternet Norður-Kóreu, Kwangmyong, þar sem allt er grandskoðað. Efsta lag samfélagsins er svo með fullan aðgang að netinu:

Valdastéttin eyðir miklum tíma á netinu og fylgist vel með popp-menningu Vesturlanda, heimsfréttunum og lífinu sem fólk utan Norður-Kóreu lifir. Leiðtogar Norður-Kóreu eru alls ekki einangraðir frá umheiminum, þeir vita hvað öðrum finnst um Norður-Kóreu og skilja vel hvaða áhrif landið hefur á heiminn,

segir í skýrslunni. Netnotkunin einskorðast þó ekki við samskiptamiðla og fréttalestur en 65% af allri netnotkuninni fer í myndbandaveitur og leikjavefi, er nefnt sérstaklega í skýrslunni að flestir spili leikinn World of tanks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka