Fyrir nokkrum árum skrifaði ég pistil um skipulagsmál í Hafnarfirði – þar er víða pottur brotinn og mörg stór mistök sem hafa verið gerð. Hafnarfjörður hefði getað verið fegursti bær á Íslandi með sinni gömlu höfn – en varð það ekki vegna vondra skipulagsákvarðana. Inni í bænum, meðal hraunbolla, leynast þó nokkrar af fallegustu götum á Íslandi.
Í greininni nefndi ég hús sem mér var síðar sagt að kallaðist Dvergur. Nafnið er öfugmæli því húsið er feikistórt, 2500 fermetrar. Í því hefur í gegnum tíðina verið margvísleg starfsemi, fæst hefur þrifist til lengdar, og síðari ár hefur það staðið mestanpart autt, sýnist manni.
En þetta stóð í greininni:
En nú er Dvergur að hverfa af yfirborði jarðar. Það er loks verið að rífa þetta forljóta hús. En eins og gengur á fólk minningar um hús og tilfinningar geta tengst þeim. Hafnfirðingurinn Tómas Ragnarsson setur þessa mynd á Facebook og skrifar:
Dvergur deyr. Hann hýsti trésmiðju, vídeóleigu, listamenn, víkinga, Heima-hátíð, Legókubba og margt fleira en víkur nú fyrir nútímanum.