Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 5,88% það sem af er degi. Alls hafa átt sér stað viðskipti upp 456 milljónir króna í dag. Lækkunina má að öllum líkindum rekja til niðurstöðu uppgjörs á öðrum ársfjórðugi sem birt var eftir lokun markaða í gær.
Þar kom fram að Icelandair hafi hagnast um 11 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,13 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi 2017. Heildartekjurnar jukust um 11% með sætanýtingu upp á rúm 83% sem er 2,4 prósentustiga aukning milli ára. Hins vegar hafa laun og launatengd gjöld hækkað verulega milli ára, námu gjöldin rúmlega 125 milljóna Bandaríkjadala í ár samanborið við rúmar 90 milljónir í fyrra en þá hækkun má rekja til styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.