fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hörður: Töfralausn Benedikts er ekki í boði

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 28. júlí 2017 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.

Verkefni stjórnvalda er ekki að leggja upp í myntráðsvegferð þar sem lokatakmarkið er upptaka evru heldur að einblína á raunhæfar aðgerðir til að bæta hagstjórnina og umgjörð peningastefnunnar. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Ræðir hann þar um hlutverk verkefnisstjórnar ríkisstjórnarinnar sem á að koma með tillögur um endurmat á forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu Íslands. Hörður segir það ljóst að núverandi stefna sé ekki sjálfbær og að endurskoða þurfi peningastefnuna með hliðsjón af þeirri byltingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, ekki síst þar sem ferðaþjónusta sé orðin stór og ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Segir Hörður að verkefnisstjórnin sé ekki í öfundsverðri stöðu:

Á meðal forystumanna ríkisstjórnarinnar er djúpstæður ágreiningur um hvaða leiðir eigi að fara í þeim efnum – á meðan sumir telja réttast að bæta umgjörðina um krónuna halda aðrir að til séu patentlausnir til að ná fram auknum stöðugleika í efnahagslífinu og lægri vöxtum.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Segir Hörður að Benedikt Jóhanneson fjármálaráðherra skipi síðarnefnda hópinn sem hafni krónunni og tali fyrir fastgengisstefnu í formi myntráðs, sem áfanga í að taka upp evru í framtíðinni. Hörður segir að ef það eigi að takast að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð sé lykilatriði að það séu náin tengsl við hagsveiflu þess myntsvæðis sem gengið er fest við, en hagsveiflan hér á landi hefur lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkjum evrusvæðisins. Myntráð myndi útheimta margfalt stærri gjaldeyrisforða en þann sem Seðlabankinn hefur byggt upp á síðustu árum. Að öðrum kosti myndi slíka stefnu skorta trúverðugleika og framkalla áhlaup um leið og alþjóðlegir spákaupmenn gerðu sér grein fyrir því að fastgengið væri ekki í samræmi við undirliggjandi efnahagsþróun:

Verkefni stjórnvalda er því ekki að leggja upp í myntráðsvegferð þar sem lokatakmarkið er upptaka evru, sem nýtur hvorki pólitísks né almenns stuðnings og yrði aðeins til þess fallin að leiða til óþarfa átaka í samfélaginu, heldur að einblína á raunhæfar aðgerðir til að bæta hagstjórnina og umgjörð peningastefnunnar. Þar eru ekki í boði neinar töfralausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“