fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sænska ríkisstjórnin riðar til falls – Opinberun viðkvæmra upplýsinga skekur stjórnkerfið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júlí 2017 06:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Opinberun viðkvæmra upplýsinga, þar á meðal persónuupplýsingum, skekur sænska stjórnkerfið þessa dagana og riðar ríkisstjórn landsins til falls. Opinberunin er sögð geta skaðað öryggi ríkisins og sett ákveðna einstaklinga í lífshættu. Meðal þeirra gagna sem hafa verið gerð aðgengileg eru leynileg heimilisföng ákveðinna aðila og persónuupplýsingar sem eiga að vera leynilegar. Þetta gerir það að verkum að hægt er að finna út nöfn og jafnvel heimilisföng starfsmanna sænsku öryggislögreglunnar, lögreglumanna og hermanna.

Dagens Nyheter hefur nú afhjúpað þetta hneykslismál og er óhætt að segja að sænska stjórnkerfið skjálfi vegna málsins.  Það er Transportstyrelsen (TS) sem meðhöndlar þessar upplýsingar og það er einmitt þar sem allt fór úrskeiðis. Þessi mikli og alvarlegi upplýsingaleki gæti hafa eyðilagt margra ára vinnu við að byggja upp leynilegar persónuupplýsingar um ákveðna aðila og getur í versta fallið ógnað öryggi ríkisins að sögn Dagens Nyheter.

Í janúar lét forstjóri TS, Maria Ågren, af störfum án þess að nokkur sérstök ástæða væri gefin fyrir brotthvarfi hennar úr starfi. Þann 6. júlí var skýrt frá því að hún hefði fallist á að greiða 70.000 sænskar krónur í sekt fyrir brot á reglum um meðferð upplýsinga.

Síðan komst Dagens Nyheter á snoðir um málið og hafa blaðamenn blaðsins kafað ofan í það og fjallað um það undanfarna daga. Það sem málið snýst um í grunninn er að þessar viðkvæmu upplýsingar, sem voru hjá TS, voru gerðar aðgengilegar fyrir starfsfólk tölvufyrirtækja utan Svíþjóðar en þetta fólk hafði ekki fengið viðeigandi öryggisheimild sænskra yfirvalda til að mega sjá þessar upplýsingar. Meðal þeirra upplýsinga sem voru gerðar aðgengilegar eru ökuskírteinaskráin og ljósmyndir af þeim sem hafa ökuréttindi, viðkvæmar upplýsingar um brýr, göng, vegi og hafnir í landinu. Einnig fyrrgreindar persónuupplýsingar um nöfn og heimilisföng ýmissa aðila. Ågren tók ákvörðun um að þetta fólk fengi aðgang að gögnunum. Öryggislögreglan fékk veður af þessu og fór að kanna málið og í framhaldi var farið að rannsaka starfshætti Ågren.

Stefan Löfven, forsætisráðherra, vildi framan af ekkert segja um málið en í gær tjáði hann sig um það í fyrsta sinn og sagði að um alvarlegan atburð væri að ræða. Hann hefur boðað til fréttamannafundar í dag ásamt opinberum embættismönnum þar sem farið verður yfir málið. Anna Johansson, ráðherra samgöngumála, ber af sér sakir í málinu og bendir á embættismenn og segist ekki hafa verið upplýst um málið.

Sænskir fjölmiðlar segja að ekki sé ólíklegt að einhverjir ráðherrar ríkisstjórnarinnar verði að taka pokann sinn vegna málsins og ekki er útilokað að ríkisstjórnin falli en meirihluti virðist jafnvel vera að myndast á þinginu fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina. Miðflokkurinn útilokar ekki að styðja vantrausttillögu og leiðtogar hinna borgaralegu flokkanna hafa tekið í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka