Kanada er það ríki í heiminum sem hefur jákvæðust áhrif á heimsmálin. Ástralía kemur næst, svo Þýskaland, Frakkland og Bretland. Þá kemur Evrópusambandið en miklu neðar eru Bandaríkin og fyrir neðan þau Rússland. Merkilegt er að Kína er fyrir ofan bæði Bandaríkin og Rússland.
Þetta eru niðurstöður úr könnun sem birt er á vef World Economic Forum. Skoðanakönnunin var gerð í 25 löndum, en í frétt sem fylgir með má lesa að Bandaríkin hafa hrapað niður á þessum lista. Evrópusambandið stendur í stað, en Bretland fellur um tíu prósentustig.
Svo má sjá að Ísrael er mjög neðarlega og líka Íran. Kannski ekki furða?