fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Frábært sædýrasafn – gætum við kannski líka komið upp slíku safni?

Egill Helgason
Laugardaginn 22. júlí 2017 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fórum í gær á hið stórkostlega sædýrasafn í Boston, New England Aquarium. Þetta er afar vinsælt safn og oft mikið fjölmenni þar, enda stendur það í vinsælu hverfi við höfnina. Safnið leggur eðlilega mikla áherslu á umhverfismál – maður upplifir ógnarfegurð og fjölbreytileika hafdjúpanna, en líka hvernig þeim er ógnað af umsvifum mannskepnunnar.

Sú eyðilegging er sorglegri en tárum taki, en söfn eins og þetta eru mjög gagnleg til að vekja mann til vitundar um umhverfið.

Ég hef stundum skrifað um að það væri þjóðráð að Íslendingar kæmu sér upp sædýrasafni – það yrði varla jafn stórt og fjölbreytt og það í Boston, að minnsta kosti tekur tíma að koma upp slíku hágæðasafni. En safn með norðlægum fiskum og sjávavarlíffverum gæti haft mikið aðdráttarafl, degið að sér mörg hundruð þúsund manns á ári – og svo gæti það nýst afar vel í skólastarfi.

Það er náttúrlega erfitt að taka myndir inni á sædýrasafni, enda er auðvitað best að njóta þess án þess að vera sífellt að flagga myndavélasímanum, en hérna eru nokkur sýnishorn.

 

Piranhafiskur.

 

Sæhestur.

 

 Ekki man ég hvað þessir hétu, ein þeir stinga sér líkt og jurtir upp úr sandinum, með mjóan búk og haus, líta dálítið út eins og hattífattarnir í Múmínálfunum. Frekar sætir á sinn hátt.

 

Þessi er ekki beint góðlegur. Þetta er moray-áll sem lifir víða um heimshöfin. Við Kári höfum rekist á svona kvikindi þegar við erum að snorkla við Grikklandsstrendur en þá eru þeir brúnir og gulir á litinn, en ekki síður ófrýnilegir. Smerna er gríska nafnið.

Þetta eru pterois eða lionfish á ensku. Þykja frekar til óþurftar. Eru upprunnir í Indlandshafi og Kyrrhafi og hafa breiðst út til Atlantshafsins og inn í Miðjarðarhaf. Eru eitraðir og lítt velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins