fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Mannréttindi fótum troðin í Tyrklandi: baráttufólk fangelsað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands. Mynd/EPA

Nú hafa sex einstaklingar, allt baráttufólk fyrir mannréttindum, verið úrskurðaðir í varðhald og bíða réttarhalda. Meðal þeirra er framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi. Úrskurðurinn er eitt skelfilegasta dæmið um það herfilega óréttlæti sem ríkt hefur í landinu í kjölfar valdaránstilraunar í fyrra.

Framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi, Idil Eser, er ein þeirra sem situr í varðhaldi, en hún var handtekin þann 5. júlí síðastliðinn ásamt níu öðrum. Fjórir hafa verið leystir úr haldi en bíða rannsóknar. Tímenningarnir eru grunaðir, að ósekju, um að „fremja glæpi í nafni hryðjuverkasamtaka án þess að vera félagi“. Auk sexmenninganna er formaður Tyrklandsdeildar Amnesty International, Taner Kiliç, einnig á bak við lás og slá.

Tyrkneskir saksóknarar höfðu tólf daga til að sýna fram á hið augljósa: þetta baráttufólk er saklaust. Ákvörðunin um að höfða mál gegn þeim sýnir að sannleikur og réttlæti hafa verið gerð útlæg úr Tyrklandi

segir Salil Shetty, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.

Þetta er ekki eðlileg ákæra, þetta eru pólitískar ofsóknir sem vekja ugg um framtíð mannréttinda í Tyrklandi.

Í hinni furðulegu ákæru er reynt að tengja Idil Eser við þrjú ótengd og öndverð hryðjuverkasamtök gegnum starf hennar fyrir Amnesty International. Í beiðni saksóknara um að henni sé haldið í varðhaldi fram að réttarhöldum er vísað í tvær herferðir Amnesty International sem Tyrklandsdeild Amnesty International átti engan þátt í að skipuleggja og önnur þeirra stóð yfir áður en Idil Eser hóf störf fyrir samtökin.

Ein ásökun á hendur öðrum sakborningi, İlknur Üstün í Kvennabandalaginu, sem var leyst úr haldi gegn tryggingu, er að hún hafi farið fram á fjármagn frá „sendiráði“ til að styðja við verkefni um „kynjajafnrétti, þátttöku í stefnumótun og skýrslugerð“.

Í dag sjáum við að nú er það glæpur að vinna að mannréttindum í Tyrklandi. Stund sannleikans er runnin upp, fyrir Tyrkland og alþjóðasamfélagið,

segir Salil Shetty.

„Þjóðarleiðtogar um heim allan mega ekki þegja og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þeir verða að þrýsta á tyrknesk stjórnvöld að fella niður þessar fáránlegu ákærur og sleppa þessu baráttufólki fyrir mannréttindum tafarlaust og án skilyrða úr haldi.“

Bakgrunnur

Einstaklingarnir sex, sem sitja í varðhaldi eru İdil Eser (Amnesty International), Günal Kurşun (Félag um mannréttindastefnu), Özlem Dalkıran (Borgarafylkingin), Veli Acu (Félag um mannréttindastefnu) Ali Gharavi (ráðgjafi um upplýsingatækni) og Peter Steudtner (fyrirlesari).

Þau sem hafa verið leyst úr haldi gegn tryggingu eru İlknur Üstün  (Kvennabandalagið) Seyhmus Özbekli (Réttindaverkefnið), Nejat Taştan (Félag um jafnrétti) og Nalan Erkem (Borgarafylkingin).

Taner Kiliç var handtekinn þann 6. júní. Hann var ákærður þremur dögum síðar fyrir að vera „félagi í hryðjuverkasamtökum Fethullah Gülen“ og situr nú í varðhaldi og bíður réttarhalda. Taner Kiliç hefur verið í stjórn Tyrklandsdeildar Amnesty International með hléum frá 2002 og formaður frá 2014. Allan þann tíma sem hann hefur unnið fyrir mannréttindasamtök í Tyrklandi hefur hann í störfum sínum sýnt afdráttarlausan stuðning sinn við mannréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku