fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Eyjan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipuð framkvæmdastjóri ODIHR

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mynd/DV

Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í dag með formlegum hætti að skipa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá.  Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg til starfa undir lok vikunnar.

Þetta er fagnaðarefni enda um eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Ingibjörg Sólrún er mjög vel að þessu komin, hún hefur til að bera þá þekkingu og reynslu sem þarf til að stýra þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum í alþjóðamálum. Skipun hennar brýnir okkur jafnframt til góðra verka því hún beinir athyglinni að Íslandi og þeim gildum sem íslensk þjóð og okkar utanríkisstefna stendur fyrir – lýðræði, mannréttindi og jafnrétti,

segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Utanríkisráðuneytið hefur stutt við framboð Ingibjargar Sólrúnar, en hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talinn framkvæmdastjóra stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku.

ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Þetta er vissulega mikil áskorun en einnig einstakt tækifæri til að vinna þessum gildum brautargengi og ég er þakklát þeim stuðningi sem ég og mitt framboð í nafni Íslands hefur hlotið

segir Ingibjörg Sólrún, en samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna.

ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum.

Sjá nánar á vefsíðu ODIHR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“