fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Hví að nota eftirnöfnin? Og hvað varð um nafnafrumvarp Bjartrar framtíðar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurt hvers vegna föðurnöfn kvennanna í íslenska fótboltalandsliðinu séu á búningunum þeirra. Þær eru semsagt allar –dóttir. Jónsdóttir, Gunnarsdóttir, Gísladóttir. Við látum liggja á milli hluta hvort þetta sé feðraveldislegt eins og einhver sagði – en staðreyndin er auðvitað sú að við notum föðurnöfn ekki svona á Íslandi. Við þekkjum fólk með eiginnafni. Þetta sama á reyndar við um karlalandsliðið.

Um daginn var ég spurður í Grikklandi um íslenska leikmanninn Traustason sem væri á leið til fótboltaliðsins AEK. Ég kom alveg af fjöllum og varð að fara á netið til að fatta að þetta væri Arnór Ingvi. Þar er líka enn verið að spyrja mig um Sigurðsson sem eitt sinn lék með Panathiakos. Það mun vera Helgi Sig.

Það gæti hugsast að sniðugra væri að setja barasta eiginnöfnin á búningana: Fanndís, Sif, Hallbera? En í framhaldi má svo spyrja hvað hafi orðið af nafnafrumvarpi Bjartrar framtíðar, en um tíma virtist það vera aðalmál þess flokks.

Nafnafrumvarpið hafði einkum tvennt í för með sér – að fólk gæti nefnt börn sín hvaða nöfnum sem er án afskipta mannanafnanefndar og hins vegar hægt og öruggt afnám íslenska föðurnafnakerfisins þegar leyft yrði að taka upp ættarnöfn.

En líklega hlýtur einhverjum erlendum íþróttaáhugamönnum sem hlýða á lýsingu á leik með Íslandi að finnast skrítið að allir leikmennirnir skuli heita –dóttir. Vitaskuld er hægt að skýra út íslensku nafnahefðina, en samkvæmt minni reynslu nenna voða fáir útlendingar að hlusta á slíkar útskýringar, athyglin gufar fljótt upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins