fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þorpið Picturesque Biertan í Transylvaníu

Egill Helgason
Laugardaginn 15. júlí 2017 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn vann ég í blaðamennsku með manni sem þýddi af Reutersskeyti langa grein um mafíuna í Nepal. Ég klóraði mér dálítið í hausnum yfir gríðarlegum ítökum mafíunnar í þessu afskekkta fjallaríki, þetta virkaði mjög áhyggjusamlegt.

En svo áttaði ég mig á því hvað hafði gerst og  kom, – liggur mér við að segja því miður – í veg fyrir birtingu greinarinnar. Þessi ágæti vinnufélagi minn hafði þýtt enska orðið Naples sem Nepal – en það þýðir auðvitað Napólí sem er borg á Ítalíu, þekkt fyrir mafíustarfsemi.

Það eru ýmis skemmtileg dæmi um svona. Annað á góður vinur minn, sem ég ætla ekki að nefna. Hann skrifaði í grein að þegar keisaradæmi Manchu ættarinnar féll í Kína í byrjun tuttugustu aldar, hefðu kínverskir karlar unnvörpum hent frá sér svínshölunum sem þeir báru til marks um tryggð við keisaraveldið.

En svínshalarnir voru í rauninni það sem á ensku kallast „pig-tails“ – fléttur í hári.

Þetta rifjaðist upp vegna þess að í Morgunblaðinu í morgun birtist frétt um þorp í Transylvaníu í Rúmeníu, héraðinu sem er frægt fyrir dulúð – jú, og sjálfan Drakúla greifa. Eins og sjá má er þorpið kallað Picturesque Biertan í fréttinni.

 

 

Hér er svo mynd frá Biertan, sem vissulega er mjög myndrænt þorp – engu er logið um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku