fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Íslenskar barflugur í Boston

Egill Helgason
Föstudaginn 14. júlí 2017 02:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi bók var í glugganum á Brattle Book Shop sem er ein frægasta fornbókaverslun í Bandaríkjunum. Brattle er í Boston og rekur sögu sína aftur til 1825. Það er dásamlegt að staldra þar við, úrvalið er mjög gott, á góðviðrisdögum er miklu af bókum stillt upp í hillur utandyra.

Líklega þekkja flestir Ingvar G. Sigurðsson þarna á kápunni. Bókin Barflies var gerð af Snorrunum, Einari og Eiði, þeir voru mjög umtalaðir ljósmyndarar og hönnuðir í Reykjavíkurkreðsum upp úr 1990. Þeir eru ennþá að, en á erlendri grund, ef marka má þessa vefsíðu. Í bókinni eru myndir af fastagestum á Kaffibarnum en sá staður opnaði 1993 og þótti þá mest hipp og kúl af öllum veitingahúsum bæjarins.

Það er svo mjög sárt að viðurkenna að sjálfur var ég fastagestur á Kaffibarnum á þessum árum en komst ekki í bókina. Kannski var það þess vegna að ég lét vera að fara inn í búðina og fletta henni?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“