fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

„Ágætis ávöxtun, í boði íslensks samfélags“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti þeirra fjárfesta sem komu með fé inn í landið í gengum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012 hefur selt fjárfestingar sínar og flutt féið úr landi síðustu vikur, þetta gæti útskýrt skyndilega veikingu krónunnar að undanförnu. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Þeir sem rætt var við vita ekki um hversu háar fjárhæðir er að ræða en ljóst sé að einhverjir hafi notað tækifærið í kjölfar afléttingu gjaldeyrishaftanna. Seðlabankinn hafi svo gripið inn í með því að kaupa einn milljarð króna í samræmi við umleitanir bankans við að draga úr miklum sveiflum á genginu.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir á Fésbók í dag að þeir hafi keypt íbúðarhúsnæði árið 2012 með féi sem kom inn í landið með fjárfestingaleiðinni hafi hagnast gríðarlega á kostnað íslensks samfélags, þeir sem hafi skipt einni milljón evra árið 2012 væri nú að fá rúmlega 3,7 milljónir evra:

Þeir sem komu inn í gegnum leið­ina á fyrstu mán­uðum árs­ins 2012 og keyptu sér t.d. íbúð­ar­hús­næði hafa tekið út alls konar ágóða. Í fyrsta lagi hefur íbúð­ar­verð hækkað um 72 pró­sent frá því í byrjun árs 2012. Miðað við útboðs­verðið sem þeir fengu á evru, sem var 240 krón­ur, þá hefur virði krón­anna sem Seðla­bank­inn leyfi þeim að skipta nánast tvö­fald­ast í evrum talið. Sá sem skipti t.d. einni milljón evra í krónur í febr­úar 2012 í útboði fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar, keypti sér íbúð­ar­hús­næði fyr­ir, seldi það síðan og skipti í evrur í mars 2017, hefur fengið 3,7 millj­ónir evra á heim­leið­inni. Ágætis ávöxt­un, í boði íslensks sam­fé­lags,

segir Þórður Snær og bætir við að veiking krónunnar sem gæti verið orsök fjármagnsflutninganna þýði skert kjör íslensks launafólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“